Saga - 1985, Page 281
RITFREGNIR
279
Að lokum er rétt að þakka þeim Sveinbirni Rafnssyni og Guðrúnu Ásu
Grímsdóttur fyrir þarft og vel unnið verk.
Magnús Þorkelsson
Jón Þ. Þór: SAGA ÍSAFJARÐAR OG EYRARHREPPS
HINS FORNA. Sögufélag ísfirðinga, ísafirði 1984. 302
bls. og sérprentað örnefnakort.
Árið 1979 var Jón Þ. Þór sagnfræðingur ráðinn til að rita sögu ísafjarðar-
kaupstaðar. Þessi söguritun er tengd væntanlegu 200 ára afmæli kaupstað-
arstofnunar á Skutulsfjarðareyri 18. ágúst 1986 og nýtur fjárstuðnings frá
ísaQarðarkaupstað. Gert er ráð fyrir að um þriggja binda verk verði að
ræða. Fyrsta bindið, sem nú er komið út, nær fram til þess að kaupstaður-
inn var stofnaður formlega öðru sinni 1866, en áformað er að annað bindi
nái yfir „blómatímann" í sögu ísafjarðar, þ.e. frá 1866 til 1920. Þriðja
bindið á svo að ná yfir áratugina eftir 1920. Þegar er sýnt að einhver vand-
kvæði verða á ritun sögu tímabilsins 1866-1920 vegna þess að nær allar
gerðabækur bæjarstjórnar 1866-1905 brunnu árið 1924. Þó má búast við
að ritun lokabindisins reynist torveldust, því að þá þarf m.a. að fjalla um
fólk sem enn er á lífi og athafnir þess, jafnvel innbyrðis deilur og flokka-
drætti, en við slíkar aðstæður vill verða vandrataður meðalvegurinn í frá-
sögninni.
Allt frá því að sr. Bjarni Þorsteinsson gafárið 1918 út bókina SigluJjarð-
aruerslunarstaður hundrað ára, hafa komið út býsna mörg rit hérlendis um
sögu einstakra kaupstaða og héraða. Áður hefur birst eitt slíkt rit um ísa-
fjarðarkaupstað, þ.e. bók Jóhanns Gunnars Ólafssonar, Bæjarstjórn tsa-
jjarðarkaupstaðar eitt hundrað ára, sem út kom 1966. í því riti er sagt allræki-
lega frá stofnun kaupstaðarins 1866, og síðan eru birt æviágrip allra bæjar-
fulltrúa til 1966 og annáll helstu atburða á sama tíma. Mest af þeirri bók er
því eins konar upptalning.
Hin nýja saga eftir Jón Þ. Þór er allt öðru vísi upp byggð en verk
Jóhanns Gunnars. Fyrsta bindið er hin glæsilegasta bók. Niðurskipan
efnis skal nú lýst nokkuð.
Að loknum aðfararorðum, þar sem m.a. er rætt um heimildir, er að
finna tuttugu síðna kafla um landafræði Skutulsfjarðar. Þá kemur
orstuttur þáttur um landnám í firðinum, en síðan er tekið að rekja söguna
1 tímaröð. Heimildir um hreppinn á fyrstu öldum íslandsbyggðar eru fáar,
°g kaflarnir um sögu svæðisins fyrir 1700 eru ekki mjög langir. Tólfsíðna
kafli er um Eyrarhrepp á 18. öld, og síðan er stuttlega rætt um nokkra