Saga - 1985, Page 282
280
RITFREGNIR
Eyrarklerka, einkum þó hinn nafntogaða Jón Magnússon, sem ritaði
Píslarsögu sína.
Sjöundi kafli ritsins er um verslun fyrir 1787, og næstu tveir kaflar þar
á eftir um verslunina allt til 1866. Þá koma tveir kaflar um útgerð og félög
og stofnanir tengd henni á 19. öld. Allrækilegur þáttur er um fólksfjölda
og byggðarþróun 1816-1866, en í þrettánda og fjórtánda kafla er sagt frá
aðdraganda að og stofnun ísaljarðarkaupstaðar öðru sinni 1866. Loks er
stuttur þáttur um Eyrarhrepp 1816-1866. Að bókarlokum er að fmna
heimildaskrá og nafnaskrá. í vasa innan á aftara spjaldi bókarinnar blasir
við samanbrotið örnefnakort, hið vandaðasta að gerð, og eykur það veru-
lega gildi bókarinnar.
Ekki er ofsagt, að mjög mikill og margvíslegur fróðleikur sé saman
kominn í þessari bók, en það sem er meira um vert, er að höfundi hefur
heppnast að gera úr efniviði sínum tiltölulega samfellda sögu, sem er yfir-
leitt mjög vel læsileg og með köflum skemmtileg. Öðru hvoru tekst höf-
undi sérstaklega vel upp, og skal nú bent á fáein ánægjuleg dæmi um það.
Á bls. 49-50 er sögð þjóðsaga um það hvernig jörðin Engidalur komst
í eigu Holtskirkju, og er dálítið lagt út af henni. Hér er að vísu um þekkt
þjóðsagnaminni að ræða, en frásögnin heppnast vel.
Kaflinn um sr. Jón Magnússon á bls. 65-70 er læsilegur og hæfilega
langur, en augljóslega var nauðsynlegt að segja eitthvað frá þessum fræga
manni í bókinni.
Bréfabók Sass-verslunarinnar í Neðstakaupstað er ein af þeim frum-
heimildum, sem höfundur hefur uppgötvað. Hann notfærir sér hana að
sjálfsögðu rækilega (bls. 107-121 og víðar), og tekst með hjálp þessarar
mjög svo athyglisverðu heimildar að draga upp trúverðuga og ljóslifandi
mynd af tíðaranda og baráttu kaupmanna sín á milli um 1820-30. Þá eru
súluritin um verslun í Hæstakaupstað og Neðstakaupstað 1835-51 einkar
glögg, og lýsingin á framforum í versluninni um þær mundir er merkileg.
Kaflinn um sjómannaskólann á ísafirði (bls. 169-76) er fróðlegur og
læsilegur. Myndskreyting þess kafla er með sérstökum ágætum. Kaflinn
um fiskverkunarnefndina (bls. 184-88) er líka til fyrirmyndar.
Byggð á Skutulsfjarðareyri árið 1816 er lýst mjög rækilega á bls. 189-96
og íbúarnir taldir upp. Með líkum hætti er farin ferð um eyrina nærri
tuttugu árum síðar (bls. 199-203). Stuðst er við manntöl og brugðið upp
fjörlegri mynd af mannlífinu í kaupstaðnum á þessum tímum.
Lýsingin ájóni Vedhólm veitingamanni og starfsemi hans á bls. 230-33
er með skemmtilegustu köflum bókarinnar. Hér fer höfundur á kosturn.
Loks má nefna hinn átakanlega en vel ritaða þátt um harmleikinn á
Augnavöllum í Hnífsdal rétt við lok bókarinnar.
Þau dæmi sem nú hafa verið nefnd sýna svo að ekki verður um villst að