Saga - 1985, Qupperneq 283
RITFREGNIR
281
Jóni P. Þór er lagið að skrifa sögu af lifandi, dugmiklu og stundum litríku
fólki, sem nær að höfða til lesandans. Þannig verður sagan ekki einvörð-
ungu þurr upptalning nafna og atriða, heldur öðlast hún líf, sem lesandinn
getur auðveldlega sett sér fyrir hugskotssjónir.
Þó að margt sé mjög vel um þetta fyrsta bindi af sögu ísafjarðar og
Eyrarhrepps hins forna, má auðvitað eitt og annað að bókinni finna. Slíkt
getur ekki komið á óvart, þegar um er að ræða fræðirit, sem bæði nær yfir
svo langt tímabil og er svo fullt af hinum aðskiljanlegustu efnisatriðum
sem raun ber vitni. Hér skulu nú talin upp fáein atriði, sem undirritaður
álítur, að betur hefðu mátt fara. Sum þessara atriða eru raunar smávægileg
og skipta litlu þegar litið er á bókina í heild.
Á bls. 9 segir að þriðji áratugur 19. aldar hafi verið tímabil Jens
Benediktssonar í Hæstakaupstað. Hér mun átt við fjórða áratug aldarinn-
ar, er væntanlega um pennaglöp að ræða.
Örnefnið Kubbi fyrir botni fjarðarins er til umræðu á bls. 22-23. Er ekki
líklegt að meginhluti fjallsins heiti að réttu lagi Hafrafell eins og bærinn
undir því? Sumir gamlir Skutulsfirðingar telja að svo hljóti að vera.
Nokkurs ruglings gætir á bls. 36, en þar segir að Vestfirðingar hafi
sloppið við Svartadauða. Með orðinu Svartidauði er venjulega átt við
Pláguna miklu, sem gekk yfir allt land, einnig Vestfirði, 1402-04. Hins
vegar er vitað að Plágan síðari, er gekk 1494-95, kom ekki á Vestfirði,
enda rétt sem segir einnig á bls. 36, um flutning fólks frá Vestfjörðum til
Norðurlands um 1496.
Á bls. 43 segir réttilega, að Eyrarkirkja í Skutulsfirði hafi átti jörðina
Selárdal. Hins vegar hefði þurft að taka fram að þetta var Selárdalur í Súg-
andafirði. í nafnaskrá bókarinnar er þessum Selárdal slengt saman við Sel-
árdal við Arnarfjörð, en hann er einnig nefndur í bókinni.
Á bls. 44 er rætt um kirkju á Kirkjubóli í Skutulsfirði, og sagt að þar hafi
væntanlega verið hálfkirkja, sem er rétt. Síðan er talið athyglisvert, að
enga vitneskju sé að hafa um þessa kirkju úr kirknatali Páls biskups eða
Árnamáldaga. Á þessu er sú einfalda skýring, að í kirknatalinu og elstu
máldögum eru yfirleitt aðeins taldar alkirkjur.
Á bls. 50 er sagt, að samkvæmt jarðatölum 1686 og 1695 hafi Kirkju-
bólskirkja átt helming í jörðinni Fossum. Þetta er rangt og stafar líklega af
misskilningi á skammstöfun í riti Björns Lárussonar um jarðabækurnar
frá þessum tíma. Fram kemur á bls. 44 og 55, að hálfkirkjan á Kirkjubóli
átti alla jörðina Fossa.
Sjámáábls. 59 og62, að árið 1762 var fjöldi fólks og bátaí Eyrarhreppi
' óvenjulegu lágmarki. Eðlilegt hefði verið, til skýringar, að minnast hér
á hin miklu harðindi sem gengu yfir landið á sjötta tugi 18. aldar og ollu
verulegri mannfækkun.