Saga - 1985, Side 284
282
RITFREGNIR
Á bls. 69 er mynd af Magnúsi Magn'ússyni sýslumanni á Eyri. Til að
forðast misskilning hefði verið eðlilegt að taka fram, að hann bjó á Eyri í
Seyðisfirði.
Á bls. 71 segir, að sr. Hjalti Porbergsson hafi lengst setið Eyri í Skutuls-
firði af prestum á síðari hluta 18. aldar. Petta er ekki rétt. Faðir Hjalta, sr.
Þorbergur Einarsson, sat staðinn í 38 ár, 1746-84, og hefði vel mátt geta
hans að einhverju. M.a. var sr. Þorbergur drátthagur. Sr. Hjalti hélt Eyri
um skeið eftir lát föður síns, en fékk Stað í Grunnavík árið 1794.
Á bls. 191 segir að Sönderborg sé lítill kaupstaður syðst á Jótlandi. Hið
rétta er að Sönderborg er á eyjunni Als. Ekki er sú eyja „úti í Holstein“,
eins og segir á sömu síðu, og mun sú villa komin úr manntalinu 1816.
Mindelberg kaupmaður hefur því væntanlega verið danskur en ekki
þýskur.
Engum blöðum þarf um það að fletta, að e. k. bylting varð i sögu þáver-
andi Eyrarhrepps eða öllu heldur verslunarstaðarins á Skutulsfjarðareyri
nálægt 1850. Verslun jókst, sömuleiðis útgerð, en skýrustu máli talar
mikil fólksfjölgun. íbúunum fjölgaði úr 43 árið 1845 í 219 árið 1860. Hér
hlýtur forvitni ýmissa að vakna. Hvaða orsakir ætli hafi legið að baki
þessum umskiptum? í bókinni má að vísu finna nokkur svör við þessari
spurningu, t.d. á bls. 162, 167 og 206, en vissulega hefði verið ómaksins
vert að reyna að draga saman í einn stað umræðu um helstu orsakir og
forsendur hins einstaka uppgangs á eyrinni, sem síðan stóð fram eftir 20.
öld. E.t.v. bíður þetta að einhverju leyti næsta bindis.
Ein athugasemd ennþá skal gerð, þó að einhverjum finnist líklega
hæpið að hún eigi rétt á sér. Meiningin með bókinni er að rekja sögu ísa-
fjarðarkaupstaðar og Eyrarhrepps hins forna. í þessu fyrsta bindi er á
margfalt fleiri blaðsíðum fjallað um verslunarstaðinn en sveitina í kring,
og bjuggu þó fram yfir 1860 ætíð fleiri í sveitinni en á eyrinni, lengst af
miklu fleiri. Líklega hefði lokakafli bókarinnar, um Eyrarhrepp 1816-
1866, mátt vera rækilegri en hann er. Heiti þess kafla orkar reyndar tví-
mælis, því að hreppnum hafði þá ekki verið skipt.
Þó að nú hafi sitthvað verið fundið að þessu fyrsta bindi af Sögu ísajjarð-
ar, er ekki þar með verið að segja að um óvandað verk sé að ræða, síður en
svo. í heild er ritið betur skrifað en flestar aðrar nýlegar bækur um lík efni.
Fræðileg vinnubrögð eru langoftast í góðu lagi. Ótvírætt er að Jón Þ. Þór
hefur af mikilli elju og lofsverðum áhuga á viðfangsefninu leitað uppi
heimildir. Honum er einnig greinilega mjög umhugað um að koma efni
þeirra á framfæri á sem allra skilmerkilegastan hátt.
Það skal sérstaklega undirstrikað að bókin er vel gerð hið ytra. Prentun
er mjög góð, bæði á lesmáli og myndum. Prentvillur eru aðdáunarlega
fáar. í bókinni eru margar myndir, og þær eru skemmtilegar og vel
valdar. Ásamt uppdráttum og gröfum, sem einnig er að finna, prýða