Saga - 1985, Blaðsíða 285
RITFREGNIR
283
myndirnar bókina mjög mikið. Einkar vel hefur tekist að láta myndirnar
fylgja efni lesmálsins, þannig að hver og ein er á rétti m stað fyrir 'esand-
ann, en oft er misbrestur á slíku í bókum.
Sérstaklega mikil vinna fróðra manna mun hafa verið lögð í undirbún-
ing og gerð uppdrátta af fiskimiðum á bls. 146-47, en með þeim hefur
ómetanlegum fróðleik verið bjargað frá glötun.
Jóni Þ. Þór og Sögufélagi ísfirðinga er hér með óskað til hamingju með
útkomu þessarar vel heppnuðu bókar. Vonandi þarf ekki lengi að bíða
þess að síðari bindi verksins birtist einnig á prenti.
Björn Teitsson
Friðrik G. Olgeirsson: HUNDRAÐ ÁR í HORNINU.
Saga Ólafsfjarðar 1883-1944. Þéttbýlismyndun, fiskveiðar
og fiskvinnsla. Útg. Ólafsfjarðarkaupstaður 1984. 334
bls., myndir og kort.
Ef marka má fjölda útgefinna rita, hefur vaxtarbroddur íslenskra sagn-
fræðirannsókna á undanförnum árum verið íbyggðarsögu. Um byggðar-
söguna, einkum sögu þéttbýlisstaða, hafa verið skrifuð fleiri og stærri rit,
síðustu fimm til sex árin a.m.k., en um önnur svið sagnfræðinnar. Um
þetta er vitaskuld ekki nema gott eitt að segja, og ein meginorsök athafna-
semi fræðimanna á þessu sviði er, hve fúsir sveitastjórnarmenn hafa verið
til að stuðla að ritun sögu byggðarlaga sinna. Liggur þá að sjálfsögðu
mikið við að vel takist til í sem flestum tilvikum, svo það samstarf, sem
tekist hefur, haldi áfram og ráðamenn sem flestra byggðarlaga ráði
háskólamenntaða sagnfræðinga til starfa. Ekki mun þeim veita af atvinn-
unni á komandi árum.
Rit Friðriks G. Olgeirssonar, Hundrað ár í Horninu, er eitt af nýjustu
verkum í íslenskri byggðarsögu. Eins og fram kemur í undirtitli fjallar
það um sögu þéttbýlismyndunar og sjávarútvegs í Ólafsfirði á árunum
1883-1944. Hvers vegna ritið hefur hlotið heitið „Hundrað ár í Horninu",
fremur en t.d. „Sextíu og eitt ár í Horninu“, er mér hins vegar ekki
fullljóst, þótt sennilegt megi telja að það stafi af því að það er gefið út í
filefni þess að liðlega hundrað ár eru nú liðin frá því fyrsti vísir þéttbýlis
myndaðist í Ólafsfirði. Engu að síður er misvísun á milli efnis og titils, og
1 mngangi höfundar er ekki að finna afdráttarlaust fyrirheit um að áfram-
hald verði á verkinu. Væri þó full ástæða til að halda því áfram, svo for-
vitnileg sem saga Ólafsfjarðar er að flestu leyti.
Eins og áður sagði, fjallar ritið um sögu byggðar og sjávarútvegs í
Ólafsfirði frá ofanverðri 19. öld og fram til ársloka 1944. Höfundur hefur