Saga - 1985, Blaðsíða 286
284
RITFREGNIR
frásögn sína á greinargóðri lýsingu á lands,- og staðháttum og er það vel.
Slík lýsing ætti að vera í upphafi sérhverrar byggðarsögu. Þá tekur við
fróðlegur kafli um sjósókn, fiskveiðar og þróun byggðar á 18. og 19. öld
og er megináhersla lögð á þá þætti, sem telja má undanfara þess að þéttbýli
tók að myndast í Ólafsfirði. í þriðja hluta greinir frá upphafi þorps í firð-
inum á árunum 1883-1905, frá þróun byggðar fram til 1930 og jafnframt
frá sögu útgerðar og atvinnulífs 1883-1930. í fjórða hluta greinir frá sömu
þáttum 1931-1944, auk þess sem fjallað er um upphaf skipulagsmála,
helstu þætti verslunar og viðskipta, ýmis mikilsverð framfaramál, opin-
bera stjórnsýslu og lýst er aðdraganda þess að Ólafsfjörður fékk kaup-
staðarréttindi.
Svo sem þessi upptalning ber með sér, er hér víða konrið við. Heildar-
saga Ólafsfjarðar er þó, eins og höfundur bendir á í inngangi, ekki nema
hálfsögð, þar eð lítið sem ekkert er fjallað um ýmsa fyrirferðarmikla mála-
flokka. Engu að síður er ritið allt mjög fróðlegt aflestrar, fræðimennska
höfundar vel frambærileg, og honum hefur tekist að ná því, sem mér virð-
ist hafa verið megintilgangur bókarinnar, að skýra forsendur og þróun
þéttbýlis í Ólafsfirði á árunum 1883-1944. Ennfremur kann ég vel að meta
þá sagnfræði, sem höfundur ástundar, að segja frá hverju húsi, sem reist
var í Ólafsfirði fram til 1930, og íbúum þeirra. Slíkar frásagnir hefur allt
of oft skort í íslenskum byggðarsöguritum, þar sem höfundum hefur
dvalist um of við ytri gerð kauptúna og kaupstaða. Þá hefur fólkið
stundum gleymst. Hinu er þó ekki að neita, að þennan þátt hefði mátt gera
enn betri með lítið eitt ýtarlegri umfjöllun um fólkið sjálft, ævikjör þess
og daglega önn. Bókin er prýdd 155 ljósmyndum, sem margar hverjar
hafa mikið heimildargildi og góður fengur er að fjölda korta og taflna,
sem veita glöggar og aðgengilegar upplýsingar um þætti, sem ella yrðu
ekki skýrðir nema í löngu og oft flóknu máli.
En þótt vel hafi tekist til um margt, má ýmislegt að þessari bók finna.
Þar er þess fyrst að geta, að tilvísanir eru allar aftast í bókinni. Það fyrir-
komulag hef ég aldrei kunnað að meta, tilvísunum er ávallt best fyrir
komið neðanmáls á hverri síðu. Þar nýtast þær lesendum best og gera ritið
jafnframt aðgengilegast fræðimönnum. Þá er það megingalli á ritinu, að
því fylgir ekki nafnaskrá. Nafnaskrár, mannanafna og örnefna, eru meg-
inforsenda þess að rit sem þetta nýtist fræðimönnum og er lítt skiljanlegt
að höfundur, sem lokið hefur háskólaprófi í sagnfræði, skuli skilja við rit,
sem úir og grúir af mannanöfnum og örnefnum, án þess að skrár um þau
fylgi.
Ekki er ég svo vel að mér um sögu Ólafsíjarðar að ég treysti mér til að
gera athugasemdir við sögulega umfjöllun höfundar um staðreyndir, en
efnistök hans á þeim vettvangi virðast traust. Á hinn bóginn gætir á
nokkrum stöðum ónákvæmni í framsetningu, og það jafnvel svo, að bagi