Saga - 1985, Page 289
RITFREGNIR
287
tekur afstöðu til mikilvægustu orsaka og afleiðinga tiltekinna ákvarðana,
atburða, hagþróunar o.s.frv. Hann setur skipulega fram niðurstöður sínar
°S tengir þær túlkun sinni (eða annarra) á þjóðarsögunni og/eða samfé-
lags-, hag- og fólksfjöldaþróun í nágrannabyggðum þess staðar sem hann
fjallar um eða þeim landshluta sem hann er í. Sá kostur sem hér er gróflega
lýst gefur sagnfræðingnum svigrúm til þess að leggja fræðilegan metnað
í verk sitt og eykur líkindi þess að það geti varpað ljósi á söguþróun út
fyrir bæjar- eða hreppsmörkin, þ.e. á þjóðarsöguna. Hvergi er slakað á
fræðilegum kröfum, sem alls ekki þarf að þýða að verkið verði það sem
kallað er „of fræðilegt" (merkir líklega oftast leiðinlegt?) til að vera við
„alþýðuskap". Málfar og framsetningarhæfileikar söguritara ráða öllu um
það hversu „skemmtilegar" bækur þeirra eru aflestrar, en ekki hitt hversu
fræðileg vinnubrögð þeirra eru.
Síðari kosturinn sem á skal drepið er sá að sagnfræðingurinn dragi að sér
allar þær heimildir sem hann getur nálgast um viðfangsefni sitt, rannsaki
areiðanleika þeirra og leitist síðan við að gera allsherjargrein fyrir öllum
þáttum viðfangsefnisins í riti sem þá yrði uppflettirit eða handbók um
sögu ákveðins staðar fremur en sagnfræðirit um viðkomandi byggðarlag.
Vitaskuld koma fleiri kostir til greina, t.a.m. einhvers konar blanda af
báðum þeim kostum sem nefndir voru hér að framan. E.t.v. liggur
grundvallarmunurinn á milli rannsóknar- og framsetningarkosta í því
hvort viðkomandi verktaki (t.d. sagnfræðingur) kýs að nálgast viðfangs-
efni sitt sem sagnfrœðingur eða sem söguritari, og leyfi ég mér að gera
glöggan mun á sagnfrœði og sögu í þessu sambandi. Þá er og ljóst að verk-
kaupandinn (t.d. bæjar- eða svcitarstjórn) kann að hafa ákveðnar óskir um
hvaða leiðir eru valdar við ritun sögunnar. Fær verktakinn fullkomið
fræðilegt frelsi til að taka á viðfangsefni sínu að vild eða er starfi hans stýrt
af (pólitískt) kosinni eða skipaðri ritnefnd, sem samþykkir eða hafnar
túlkun hans á tilteknum efnisþáttum, þ.e. ritskoðar verk hans? Það er ljóst
að þeir sem taka að sér verkefni afþví tagi sem hér um ræðir verða að gæta
þess vandlega við gerð verksamnings að fræðilegt frelsi þeirra sé tryggt og
að rísi fræðileg ágreiningsmál milli verktaka og verkkaupanda verði þau
leyst fyrir milligöngu fræðilega dómbærra manna.
Ég tel ritverk Ásgeirs Guðmundssonar um Sögu Hafnarfjarðar gjalda
þess að við ritun þess hefur um of verið hallast að síðari kostinum sem lýst
var hér að framan; í því gætir ríkrar tilhneigingar til uð rita e.k. „alfræði-
bók“ um sögu bæjarins frá 1908. Þetta kemur fram í ýmsum köflum í
öllum bindum verksins. Sem dæmi um þetta má nefna síðasta hluta kafl-
ans um atvinnumál (I, 12. kafli), þar sem greint er frá mörgum fyrir-
tækjum í Hafnarfirði, stofnendum þeirra og stjórnendum, birtar myndir
af húsnæði og/eða stofnendum ýmissa þessara fyrirtækja (sum þeirra eru
reyndar hætt starfsemi, t.d. Netagerð Kristins Á. Kristinssonarh.f., hætti