Saga - 1985, Side 290
288
RITFREGNIR
1970, og Málningarstofan við Lækjargötu, hætti 1968). Flest þeirra fyrir-
tækja sem nefnd eru til sögunnar hafa gegnt mikilvægu hlutverki í hafn-
firsku atvinnulífi í áratugi en önnur haft fremur takmörkuð áhrif um
skamma hríð. Val höfundar á þeim fyrirtækjum sem greint er frá veldur
mér stundum nokkurri furðu. Hvers vegna er t.d. greint á rúmlega blað-
síðu frá fyrirtækinu Mótun h.f., sem stofnað var 1977 og mest hefur veitt
18 starfsmönnum vinnu en hafði aðeins Qóra á launaskrá þegar kaflinn um
það var ritaður, en aðeins greint í einni línu undir fyrirsögninni „Önnur
atvinnufyrirtæki" frá verktakafyrirtækjum Jóns V. Jónssonar h.f. og
Knúts og Steingríms sem veitt hafa tugum rnanna vinnu í bænum um
áratugaskeið? í þessum sama undirkafla bókarinnar segir höfundur:
Eins og segir í formála, reyndist ekki unnt að gera öllum atvinnu-
fyrirtækjum í Hafnarfirði skil í þessu riti. Fyrir valinu urðu elztu og
stærstu fyrirtækin í bænum og þau, sem ritaðar heimildir voru til
um. Að síðustu verður gerð stuttlega grein fyrir ýmsum hafn-
firzkum fyrirtækjum, sem flest eru tiltölulega ný afnálinni. Þó er
ekki um tæmandi upptalningu að ræða. Rétt er að geta þess, að sagt
verður frá prentsmiðjum og brauðgerðarhúsum í þriðja bindi
bókarinnar (I, 435).
Þau fyrirtæki sem höfundur telur svo upp eru mörg hver stærri og eldri
en ýmis þeirra sem fyrr var frá greint í lengra máli. Þetta atriði skal þó ekki
rætt nánar hér, heldur staldrað við hitt að í ofangreindum orðum höfundar
felst, að ég hygg, staðfesting á þeirri stefnu sem hann lýsir í formála „um
að reyna að gera sem flestum þáttum bæjarlífsins nokkur skil“ þótt það sé
„ógjörningur að fjalla um hvert einasta atriði í sögu bæjarins á þessu tíma-
bili og hætt við, að verkinu ljúki seint með því móti“ (I, 7). Það er einmitt
þessi skrásetningarstefna sem ég á bágt með að sætta mig við. Mér finnst
t.a.m. illa farið með pláss að ræða á 109 blaðsíðum um nokkur fyrirtæki í
bænum, þar sem ægir af gagnslausum upplýsingum á borð við þessar:
„Tildrögin að stofnun Barkar h.f. voru þau, að snemrna árs 1963 rakst
einn af stofnendum fyrirtækisins á grein í amerísku tímariti um nýja ein-
angrun á rörum fyrir heitt vatn ..." (I, 429). Þessar upplýsingar væri e.t.v.
við hæfi að skrá í sögu Barkar h.f., en varla í sögu Hafnarfjarðar. í st?ð
þess að greina frá sögu einstakra fyrirtækja hefði ég kosið að höfundur
hefði gert almennari grein fyrir þróun atvinnulífs í Hafnarfirði, Qölda
fyrirtækja og starfsmanna þeirra, verðmætum iðnframleiðslu og sjávar-
afurða, hlutfallslegum fjölda Hafnfirðinga sem sækja atvinnu sína til fyrir-
tækja í bænum, tekjum bæjarins af opinberum gjöldum fyrirtækja,
hvernig þróun atvinnulífs og íbúafjölda hefur haft áhrif hvort á annað
o.s.frv. Þessa þættihefði að mínu mati þurft að ræða með tilliti til þróunar
atvinnumála á Stór-Reykjavíkursvæðinu og almennrar þróunar búsetu-
og atvinnuhátta í landinu. Mér finnst Ásgeiri Guðmundssyni takast betur