Saga - 1985, Blaðsíða 293
RITFREGNIR
291
Fleiri ámóta dæmi mætti nefna. Hitt er þó að mati undirritaðs bæði athygl-
isverðara og alvarlegra að beinlínis virðist forðast að greina frá stjórn-
málabaráttu og stjórnmálaátökum í ritverkinu. Einkum finnst mér þetta
áberandi í eftirtöldum köflum verksins: „Bæjarstjórn 1930-1983“ (I, 4.
kafli), þar sem einungis er gerð grein fyrir úrslitum bæjarstjórnarkosn-
inga, hvaða flokkar mynduðu meirihluta bæjarstjórnar, hverjir gegndu
starfi forseta bæjarstjórnar, hverjir voru kjörnir bæjarstjórar o.s.frv., en í
engu greint frá stjórnmálastarfi í bænum; „Krýsuvík" (I, 8. kafli), þar sem
afskaplega mildilega er vikið að hinunt langvinnu stjórnmáladeilum um
bæjarrekinn búskap þar 1936-1960 og í kaflanum „Atvinnumál“ (I, 12.
kafli), einkum þeim hluta hans sem fjallar um Bæjarútgerð Hafnarfjarðar
(I, 327-355). Höfundur getur þess að vísu að ágreiningur hafi verið milli
flokka um rekstrarform BÚH, en ég hygg að ókunnugum myndi varla
koma til hugar eftir lestur kaflans að um þetta fyrirtæki hefðu staðið ill-
vígar og nánast samfelldar stjórnmáladeilur allt frá stofnun þess (nú síðast
vegna sölu þess), sem skipt hefðu bæjarbúum í öndverðar fylkingar.
Það er eftirtektarvert að ekkert er fjallað um uppbyggingu og starfsemi
einstakra stjórnmálaflokka í bænum; hvorki í kaflanum um bæjarstjórn
né í kafla um félagsstarfsemi, sem birtur er í þriðja bindi verksins. Frá
stofnun Félags óháðra borgara 1966 er greint í þremur og hálfri línu og
hún skýrð þannig: „Að því stóð óflokksbundið fólk og fólk úr öllum
flokkum, en óánægja með samstarf Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks í
bæjarstjórn stuðlaði m.a. að stofnun félagsins" (I, 83). Hér er engin tilraun
gerð til að leita dýpri orsaka fyrir stofnun þessa stjórnmálaflokks, sem
hefur átt aðild að bæjarstjórn Hafnarfjarðar samfellt frá stofnun 1966.
Óhætt virðist að fullyrða að stofnun flokksins átti sér flóknari forsendur
en hér getur. Aðalhvatamaður að stofnuninni var Árni Gunnlaugsson
fyrrurn bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins og virðist einsýnt að ágreiningur
um bæjarstjórnarmálefni innan Alþýðuflokksins hafi átt mikinn þátt í að
stuðla að stofnun Félags óháðra borgara. Þetta atriði hefði þurft að rann-
saka nánar. Hinn nýi flokkur fékk þegar mikið fylgi og sótti það í upphafi
einkum (samkvæmt atkvæðatölum í kosningunum 1962 og 1966) til
Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks (Alþýðuflokkur fékk 900 atkvæði
1966, hafði 1160 árið 1962. Sjálfstæðisflokkur fékk 1286 atkvæði 1966,
hafði 1557 árið 1962).
Eftir fyrrgreinda ráðstefnu félagsins Ingólfs gat Þjóðviljintl þess í einum
dálka sinna að fram hefði komið í umræðum á ráðstefnunni að ritnefnd
verksins hefði viljað að sem minnst yrði fjallað um stjórnmál í ritverkinu
°g rakin var gamansaga því til vitnis hversu smásmuguleg ritskoðun
lefndarinnar hefði verið. Undirritaður átti þess ekki kost að sækja
umrædda ráðstefnu, en Ásgeir kvartar ekki yfir slíkum ritskoðunartil-
burðum í framsöguræðu sinni á ráðstefnunni sem birt er í Landnátni