Saga - 1985, Page 294
292
RITFREGNIR
Ingólfs. Þvert á móti segir hann það „ekki síður nauðsynlegt, að ritnefnd
eða útgáfustjórn starfi með söguritara frá upphafi og fylgist með gangi
verksins og leggi á ráðin um framgang þess“ (Landnám Ingólfs. Nýttsafn til
sögu þess, 2, bls. 152).
Hvort sem höfundur eða ritnefnd hafa markað þá stefnu að verja sem
minnstu rými til umfjöllunar um stjórnmálabaráttu (verkalýðsbaráttan
virðist og hafa verið harla bragðdauf ef marka má umfjöllun Ásgeirs,
gaman er að bera saman frásögn hans og annarrahöfunda, t.d. Jóns Rafns-
sonar, af Hlífardeilunni 1939), tel ég þessa stefnu veikja mjög ritverkið í
heild. í söguna vantar því sem næst alveg umfjöllun um einhvern mikil-
vægasta þátt bæjarsögunnar. Þetta er e.t. v. einkum tilfinnanlegt sakir þess
að í ritverki Ásgeirs er einkuni gerð grein fyrir sögu stofnana, félaga og
fyrirtækja, en minni áhersla er lögð á mannlíf í bænum og bæjarbraginn.
Segja má að þessa síðasttöldu þætti megi einkum fá einhverja hugmynd
um með því að skoða ljósmyndir þær sem prýða bækurnar. Alls mun að
finna u.þ.b. 1000 myndir í bókinni og segja þær margar hverjar mikla
sögu af atvinnu- og mannlífi í bænum. Nokkuð er misjafnt hversu vel þær
prentast, en flestar þó vel. Allvel hefur tekist að semja myndatexta, þótt
ekki sé ljósmyndara eða eigenda mynda alltaf getið. Athygli vekur að tek-
ist hefur að nafngreina flest það fólk sem er á hópmyndum.
í lok þriðja bindis er að finna æviatriði bæjarstjórnarfulltrúa, en ævi-
ágrip eina þingmanns Hafnarfjarðarkjördæmis sem ekki átti sæti í bæjar-
stjórn, Matthíasar Á. Mathiesens, er að finna í fyrsta bindi verksins, þar
sem fjallað er um Hafnarfjarðarkjördæmi.
í lok hvers bindis er að finna skrá um „Tilvitnanir og heimildir". Þessar
skrár eru rækilegar, þótt þær séu raunar aðallega skrár um númeraðar til-
vitnanir. Ég tel óeðlilegt að vísa til tímarita í stað þess að vísa til höfundar
greinar, fyrirsagnar greinar og birtingarstaðar. Þannig vísar höfundur t.d.
í „Saga. Tímarit Sögufélags 1961, 291-298“ í stað þess að vísa í „Gísli Sig-
urðsson, „Fornubúðir", Saga. Tímarit Sögufélags III, 1961, 291-298.“ Þar
sem engin eiginleg heimildaskrá er prentuð í lok þriðja bindis (sem næði
til binþanna allra) er erfitt að átta sig á slíkum tilvitnunum. Aftilvitnunum
er aftur ljóst hve umfangsmikil heimildakönnun liggur að baki verkinu.
Þótt niðurstöður þessarar umfjöllunar minnar um Sögu Hafnarfjarðar I-
III séu heldur ncikvæðar, er skylt að geta þess að í ritverkinu er að finna
mikinn fróðleik um ýmsa þætti bæjarsögunnar á tímabilinu 1908-1983,
fróðleik sem Hafnfirðingar og áhugamenn um byggðarsögu munu vafa-
laust orna sér við um langa framtíð. Á hinn bóginn skortir rnjög á að efnis-
tök, ályktanir og tenging viðfangsefnisins við þjóðarsöguna séu með
þeim hætti sem gera verður kröfu um þegar sagnfræðirit á í hlut.
Gísli Ágúst Gunnlaugsson