Saga - 1985, Page 299
RITFREGNIR
297
og deyfilyfvið fæðingar. Helga M. Níelsdóttir rekur hins vegar kæruna til
öfundar, þar sem yngri ljósmæður hefðu meira að gera en hinar eldri. Ef
það á við rök að styðjast að yngri konurnar hafi haft meira að gera, er
hugsanlegt að ástæða þess hafi verið sá orðrómur sem LMFÍ sagði ríkjandi
í Reykjavík um hæfni þeirra við lyfjagjöf. Sóttust fæðandi konur frekar
eftir þjónustu yngri ljósmæðra vegna orðróms um að hjá þeim væri deyf-
ing aðgengilegri?
Líklega er ekki við Helgu Þórarinsdóttur að sakast þó hún minnist ekki
á ofangreind mál í ritgerð sinni. Sérstök ritnefnd sem starfaði á vegum
LMFÍ tók ákvörðun um hvaða félagsstarfa skyldi getið í ridnu (II, 434).
Sennilega hefur ritnefndin kosið að nefna ekki þessi mál.
Meðferð heimilda í ritgerð Helgu er vægast sagt ábótavant. Villur í
beinum dlvitnunum eru mjög margar. Ég fann t.a.m. átta villur á bls. 70
og sex á bls. 72. í einni og sömu tilvitnun koma stundum fyrir tvær
myndir af sama orði, t.a.m. bæði ég ogjeg (II, 70 og 72). Tilvísunarnúmer
koma oft ekki heim og saman við heimildir sem vísað er til (II, 59, 70, 83,
105 og 106). Heimild fyrir beinni tilvitnun vantar (II, 88). Og loks fann ég
ekki í heimildaskrá bréf frá forystukonum landshlutasamtaka LMFÍ (sbr.
II, 119) eða útvarpserindi Steinunnar Finnbogadóttur (sbr. II, 63). Ofan-
talin atriði lýta mjög ritgerð Helgu og eru til marks um óþarfa slóðaskap.
Þrátt fyrir ýmsa galla á ritgerðinni er hún töluverður fengur fyrir ljós-
mæður og alla þá sem áhuga hafa á kvennasögu.
í hartnær 40 ár hefur Anna Sigurðardóttir verið að viða að sér vitneskju
um líf og störf íslenskra kvenna. Á síðustu misserum hefur afrakstur
þeirrar elju verið að koma fyrir almenningssjónir, fyrst með ritgerð Önnu
í Ljósmæður á íslattdi og síðan nýútkominni bók hennar Vinna kvenna á
íslandi í iíOO ár.h Bæði verkin bera undirtitilinn „Úr veröld kvenna" og
standa vonir til að fleiri bætist í hópinn.
Framlag Önnu til íslenskrar kvennasögu er ómetanlegt. Heimildir um
líf kvenna liggja ekki á lausu. Þær eru dreifðar í bókum, blöðum og tíma-
ritum, oft ekki nema örlídð brot á hverjum stað. Anna hefur dregið saman
á einn stað mikið safn heimilda í ritgerð sinni „Úr veröld kvenna — Barns-
burður". Verkið er mikil heimildanáma og á eftir að auðvelda mjög rann-
sóknir á þessum þætti kvennasögu. í þessu er gildi ritgerðarinnar fyrst og
fremst fólgið. Anna er ekki að skrifa fræðilegt verk, segist reyndar vita
barla lítið um viðurkenndar vinnureglur sagnfræðinga (II, 311). Rit
hennar verður auðvitað að dæma út frá þeim forsendum sem hún gefur.
En fyrirvari hennar afvopnar gagnrýnendur að hluta.
Ritgerðin er mjög yfirgripsmikil. Fjallað er um ýmsa þætti í sögu
Ijósmæðra. Verk Önnu og Helgu skarast því nokkuð. Þetta lýtir þó ekki
6- Anna Sigurðardóttir: Vinna kvenna í iíOOár. Úr veröld kvenna II. Rv. 1985.