Saga - 1985, Page 303
RITFREGNIR
301
Kaflinn um þær mæðgur Kristínu Bjarnadóttur og Ingibjörgu Johnson
er reyndar að mörgu leyti ansi rýr og mynd ksandans af þeim, að lestri
loknum, fremur fátækleg. Eiginmaður Ingibjargar, Þorlákur Ó. Johnson,
er t.d. mjög fyrirferðarmikill í frásögninni og stendur lesanda mun ljósar
fyrir hugskotssjónum en hún. Sjálfsagt stafar þetta að einhverju leyti af
heimildaskorti enda eru þeir þættir sem byggja á tiltölulega góðum heim-
ildum mun líflegri aflestrar en hinir. Má í því sambandi nefna þáttinn um
skáldkonuna Ólöfu frá Hlöðum en þar er stuðst við skáldskap hennar
sjálfrar, ýmsar ritaðar heimildir, s.s. blaða- og tímaritsgreinar og frá-
sagnir fólks sem þekkti hana og gefur mjög skemmtilega mynd afhenni.
Vil ég í því sambandi sérstaklega nefna Huldu Stefánsdóttur sem lýsir
Ólöfu m.a. á eftirfarandi hátt: „Hún kunni að vísu að elska, en hún hataði
líka ef svo bar undir...“ (bls. 320). Það gefur auga leið að það sem kon-
urnar sjálfar hafa látið eftir sig, hvort sem um er að ræða skáldskap, minn-
mgabrot eða sendibréf hlýtur alltaf að gefa mun fyllri mynd af manneskj-
unni, lífi hennar, vonum og þrám heldur en eftirmæli eða afmælisgreinar
sem þjóna beinlínis þeim tilgangi að mæra þá sem um er skrifað. Þegar
Björg hefur svo beinan aðgang að söguhetjum sínum verður frásögn
hennar annað og meira en skráning á æviferli.
Björg virðist þó öðru fremur hafa tekið sér fyrir hendur skráningu
staðreynda. Sjálfstætt mat eða vangaveltur um mikilvægi og gildi þess
sem konurnar störfuðu að situr algerlega á hakanum. Má í því sambandi
nefna umfjöllun Bjargar um Minttingar Guðrúnar Borgfjörð. I stað þess að
leggja sjálfstætt mat á gildi þeirrar bókar kallar hún einn sagnfræðing og
tvo ritdæmendur — allt karlmenn — til vitnis um ágæti og sérstöðu
bókarinnar. Segir Björg m.a.: „Ýmsir urðu til að gefa endurminninga-
bók Guðrúnar gaum þó yfirlætislaus væri. Sagt er að hún sé leikandi
létt skrifuð af konu sem virðist hafa verið frásagnargáfan í blóð borin.“
(Bls. 350.) í stað þess að vitna í það sem „sagt er“ hefði mér þótt meira
um vert að Björg gæfi okkur álit sitt á þessu framlagi Guðrúnar Borg-
(jörð.
Þetta leiðir svo hugann að ýmsu öðru sem söguhetjur Bjargar störfuðu
að, s.s. að berjast fyrir auknum réttindum og frelsi kvenna. Mjög margar
þeirra komu nálægt kvennabaráttu á einn eða annan hátt. Þær voru stofn-
endur eða störfuðu innan Kvenréttindafélagsins, kvenfélaganna og verka-
kvennafélaganna; þær skrifuðu í blöð og tímarit, kenndu, þýddu, héldu
fundi og gerðu svo ótalmargt annað sem þær töldu að mætti verða helstu
baráttumálum kvenna til framdráttar. Skoðanir þeirra á markmiðum og
leiðum í kvennabaráttu, eðli og hlutverki kvenna'og ýmsu öðru hafa, efað
líkum lætur, verið mjög mismunandi. Konur greindi á um þessa hluti þá
rett eins og nú enda ekki einsleitur hópur. Björg gerir mismunandi hug-
tuyndum þeirra hins vegar afskaplega lítil skil og þó kannski megi segja að