Saga - 1985, Page 307
RITFREGNIR
305
rammar og myndir í brúnum tón, sem hlýtur að hafa mikinn aukakostnað
í för með sér. Fagurfræðilega hefur þessi útgáfa því tvímælalaust svarað
kostnaði.
Sú mynd sem við höfum af sögu íslenskra kvenna er mjög brotakennd
°g hvert það rit sem bætir einhverju við hana er vel þegið. Þó sitthvað
megi út á bók Bjargar setja, er engu að síður fagnaðarefni að hún skyldi
gefa útvarpserindi sín út á prenti, því óneitanlega eru þau lesendum hvatn-
mg og leiðarvísir til að afla sér meiri þekkingar á þeim konum sem um er
fjallað og sögu íslenskra kvenna almennt. Þetta er því áhugavekjandi bók
°8 án efa mun hún verða konum hvatning til rannsókna á sögu íslenskra
kvenna.
Ingibjörg Sóhún Gísladóttir
Á GLJÚFRASTEINI. Edda Andrésdóttir ræðir við Auði
Sveinsdóttur Laxness. Útg. Vaka. Reykjavík 1984.
285 bls.
Gylfi Gröndal: VIÐ ÞÓRBERGUR. Margrét Jónsdóttir
ekkja Þórbergs Þórðarsonar segir frá. Útg. Setberg.
[Reykjavík 1984.] 224 bls.
Viðtalsbækur flæða nú yfir bókamarkaði heimsins, þar sem þær seljast í
stórum upplögum. Um þessa nýju „munnlegu frásagnarhefð" ræðir
Elizabeth Hardwick í grein sem hún nefnir „The Teller and the Tape“ og
birtist í The New York Review ojBooks 30. maí 1985. Þessar bækur, segir
hún, eru hvorki bókmenntir né sagnfræði, heldur aðeins auðveldasta leið
höfunda til að búa til bók. Með sögumann og segulband komast þeir af
með lágmarksvinnu. Þeir þurfa að vísu að setja punkt hér og kommu þar,
taða upp og strika út, en vinnan við sjálforðin er engin, því að þau koma
af sjálfu sér af segulbandinu. Þessir höfundar, sem hún kallar „compilers
°f talk“, eða talsafnara, eiga því ekkert skylt við skapandi rithöfunda, sem
vmna erfiða og tímafreka vinnu með eigin orð og hugmyndir.
Viðtalsbókunum skiptir Elizabeth Hardwick í tvennt, þær sem birta
viðtöl við ófrægt fólk, og þær sem birta viðtöl við frægt fólk. Bækurnar
um ófræga fólkið eru oft byggðar upp af röð viðtala við marga, þar sem
sPyrjandinn er í einhvers konar hlutverki mannfræðings eða félagsráð-
8)afa, jákvæður en hlutlægur gagnvart þeirri reynslu sem honum er sögð.
| bókunum um fræga fólkið hverfist hins vegar allt um eina persónu, eða
öllu heldur persónuleika, sem kemur í málefnis stað. Spyrjandinn leitar
°ft víða fanga, talar við marga um viðkomandi persónu og leiðir fram til
20