Saga - 1985, Síða 308
306.
RITFREGNIR
vitnis. Að gæðum eru viðtalsbækurnar mjög mismunandi, en að fáum
undanteknum einkennast þær af einhvers konar daðri, hvort heldur er við
menn eða málefni.
Fyrir síðustu jól komu út tíu viðtalsbækur hér á landi, ef marka má
bókaskrá Félags íslenskra bókaútgefenda, Bcekur Í984, þar sem þær eru
ýmist flokkaðar sem skáldsögur, ævisögur eða endurminningar. Þær eru:
Bryndís Schram: Hátt uppi. ÁttaJlugfreyjur segja frá.
Á Gljúfrasteini. Edda Andrésdóttir rœðir við Auði SveinsdótturLaxness.
Gylfi Gröndal: Við Pórbergur. Margrét Jónsdóttir ekkja Þórbergs Þórð-
arsonar segirfrá.
Halldór Halldórsson: Jón G. Sólnes segirfrá viðburðaríkri og storma-
samri cevi.
Halldór Kristjánsson: Ágúst á Brúnastöðum, bóttdi og alþingismaður,
lítur yftr farinn veg.
Jakob F. Ásgeirsson: Alfreðs saga og Loftleiða.
Jasper Parrott: Ashkenazy — austan tjalds og vestan.
Sveinn Sæmundsson: Guðmundur skipherra Kjœrnested.
Vilhjálmur Hjálmarsson: Eysteinn í baráttu og starf.
Þorgeir Þorgeirsson: Ja — þessi heimur. Veraldarsaga og reisubók
Péturs Karlssonar Kidson.
Það er engin tilviljun að mikill hluti höfundanna eru blaðamenn, enda lítill
munur á blaðaviðtölum og viðtalsbókum annar en lengdin og heimur
bókanna af sama toga og fjölmiðlaheimurinn. Eins og dagblöð miða
þessar bækur að mikilli útbreiðslu, fremur en varanlegu gildi, og skv.
upplýsingum frá bóksölum, sem m.a. eru birtar í Morgunblaðinu 12. des-
ember 1984, virðast íslensku bækumar hafa höfðað mjög til kaupenda,
því að sex þeirra eru meðal tíu mest seldú frumsaminna íslenskra bóka
vikuna 3.- 9. desember. Þær hafa því tekið við af íslensku afþreyingar-
sögunum, „kerlingabókunum" svokölluðu, sem áður voru í efstu sætuni
á sölulistum yfir jólabækur. Á þessum lista er aðeins ein dæmigerð íslensk
afþreyingarsaga, Gefðu þigfram, Gabríel eftir Snjólaugu Bragadóttur, og
er hún í 10. sæti. Á listanum yfir mest seldu þýddu bækurnar þessa viku
eru hins vegar svo til eingöngu bækur af þessari tegund, sem einnig sýnir
mjög ákveðna hliðstæðu með afþreyingarsögum og viðtalsbókum.
f þessu sambandi er athyglisvert að velta því fyrir sér hvernig viðtals-
bækurnar voru kynntar, m.a. í nefndri bókaskrá Félags íslenskra bókaút-
gefenda. Fyrir utan áhersluna á talið, afhjúpunina, magnið sem safnað
hefur verið, frægðina og umtalið — og allt tilheyrir tegundinni viðtals-
bækur — er mikið gert úr ævintýrum, baráttu og spennu. í sumum bók-
unum er engu líkara en landið sé orðið einn allsherjarvettvangur æsi-
spennandi atburða og valdatafls, hvort heldur er í viðskiptum, stjórn-
málum eða milliríkjamálum: