Saga - 1985, Blaðsíða 310
308
RITFREGNIR
enda sú eina með viðtölum við marga. En vegna dýrðarljóma starfsins í
augum ungra stúlkna, sem bókin hlýtur fyrst og fremst að höfða til, og
áherslunnar á ævintýrin og útlöndin, verður að telja hana til fyrri flokks-
ins, sem eins konar kvenlegt afbrigði flugstjóra- og skipherrasagnanna.
Tvær bækur skera sig úr þessum tíu að því leyti að sögumenn eru þar
fremur leiddir fram til vitnis en vegna þess að áhuginn beinist sérstaklega
að þeim. Þetta eru bækurnar Á Gljúfrasteini, sem hefur að geyma viðtöl
Eddu Andrésdóttur við Auði Sveinsdóttur Laxness, og Við Þórbergur,
með viðtölum Gylfa Gröndals við Margréti Jónsdóttur, ekkju Þórbergs
Þórðarsonar. Þetta kemur strax fram í sjálfri forsendu bókanna. Það er
ekki verið að tala við þær Auði og Margréti vegna þeirra sjálfra, heldur
vegna eiginmanna þeirra, tveggja frægustu rithöfunda þjóðarinnar á
þessari öld. Á þá er einnig minnt í titli bókanna, en í hugum manna er bara
til einn Gljúfrasteinn — og allir vita hver þar á heima — og það er bara til
einn Þórbergur. Þá eru þeir ennfremur sýndir með eiginkonum sínum á
mynd framan á kápu, eins og til að tryggja að ekkert fari nú á milli mála
um efni bókanna.
Á Gljúfrasteini
Aftan á kápu er þess getið að bókin sé byggð á samtölum við Auði, dag-
bókum hennar frá ýmsum tímum og öðrum heimildum frá henni og Hall-
dóri. Ekki kemur það þó skýrt fram í lesmálinu hvar samtölum sleppir og
aðrar heimildir taka við, nema þar sem Auður vitnar beint í bréf eða dag-
bókina sem hún segist hafa haldið í heimsreisunni (bls. 131). Virðist öll
frásögnin afþví ferðalagi, réttar fimmtíu blaðsíður, tekin nokkuð hrá upp
úr þeirri dagbók, því að þar er allt í einu farið að segja frá í nútíð, eins og
atburðir séu að gerast á líðandi stund, en aðrar frásagnir af liðnum
atburðum eru í þátíð. Kaflar úr þessari dagbók Auðar hafa reyndar birst
áður og svo til samhljóða í tímaritinu Melkorku 1. og 2. hefti 1958, án þess
þó að það sé nefnt. Svo virðist því sem Auður sé ein höfundur að köflun-
um þar sem sagt er frá heimsreisunni, en af aðstæðum verður að telja að
Edda hafi gengið frá texta annarra kafla, enda kemur hvergi neitt annað
fram. Þetta með dagbækur Auðar frá ýmsum tímum, sem svo eru nefndar
í káputexta, skýtur raunar nokkuð skökku við hennar eigin orð í lokakafla
bókarinnar (bls. 277), þar sem hún segist ekki hafa haldið dagbók en vona
að bókin bæti þann skaða!
í greininni um viðtalsbækur sem vitnað er til hér að framan, bendir
Elizabeth Hardwick á það sem aðalvanda höfunda slíkra bóka að raða
niður og koma skipulagi á allt það efni sem þeir hafi safnað. Þessi vandi
skrásetjara blasir við á svo til hverri blaðsíðu bókarinnar Á Gljúfrastetm■
í grófum dráttum fylgir frásögnin æviferli Auðar frá bernsku til ársins