Saga - 1985, Page 311
RITFREGNIR
309
1972, en þar með má segja að samhengið sé úr sögunni. Til að ráða bót á
þessu hefur verið brugðið á það ráð að búta efnið niður í smákafla, sem
síðan hefur verið raðað upp í stærri kafla, stundum að því er virðist eftir
timabilum og stundum eftir umræðuefni. Bera aðalkaflarnir hver sína
yfirskrift, en undirkaflarnir eru númeraðir. Innbyrðis samhengi þessara
kafla er þó oft mjög lítið, sem m. a. kemur fram í því að yfirskriftir aðal-
kaflanna vísa sjaldnast nema að litlu leyti til efnis þeirra. Sem dæmi um
þetta má t. a. m. taka kaflann „Dagar í París“. Er hann tíu blaðsíður að
lengd og skiptist í jafnmarga undirkafla, en að Auði í París er aðeins vikið
í fimm línum. Þar segist hún muna eftir einu úr Parísardvölinni, leikhús-
ferð með þeim Halldóri og Jóni Leifs, sem báðir vildu fara heim í hléinu.
Annars fjallar kaflinn um Jón Leifs, bréfaskriftir dætranna, sýningar á
leikritum eftir Halldór, veðurfar á íslandi í mars 1966 og svaðilfarir í
sambandi við það, áform Halldórs um Búlgaríuferð 1967, ferð Halldórs til
Utrecht, gestagang á Gljúfrasteini, konu að nafni Mary Sorrell, útkomu
Kristnihaldsins 1968, aftur Halldór í Hollandi, bók hans á dönsku um
Svavar Guðnason, andlát Nínu Tryggvadóttur, viðtökur Kristnihaldsins
°g þýðingarvandamál í sambandi við þá bók. Allt þetta gefur svo spyrj-
anda tilefni til að spyrja um það hvort Halldór hafi ekki verið beðinn að
gefa kost á sér sem forseti íslands. Um það segist Auður ekki muna mikið
annað en það að hann afþakkaði. Og er það niðurstaðan á kaflanum um
daga í París.
Þannig er byggingin alveg niður í smæstu einingar, og er ekki alltaf
eðlilegt samband milli efnisgreina innan undirkaflanna, eðajafnvel máls-
greina innan efnisgreinanna. Sem dæmi má taka undirkafla 4 í kafla með
fyrirsögninni „Smápáfar og stærri" (bls. 229-230), en hann er tæp blað-
síða að lengd. Hefst hann á umræðu um húsnæðisvandamál þeirra hjóna í
Reykjavík og íbúðina við Bergstaðastræti sem talað er um eins og búið sé
að nefna áður. Er þetta síðan fyrirvaralaust fleygað með nokkrum línum
um Halldór sem er kominn til Norðurlanda frá Italíu, og er í því sambandi
vikið aftur að leikritinu Prjónastofunni og áhuga Ingmars Bergmanns á því,
en það mál var á dagskrá í undirkafla 2, tveimur blaðsíðum fyrr. Er síðan
haldið áfram að ræða um íbúðamálin, sagt að þau hafi fest kaup á íbúð í
byggingu, sem kemur eins og einhver niðurstaða af Bergmanns-málinu,
°g að lokum er klykkt út með tveimur línum um áhuga dætranna á
hestum.
Þetta samhengisleysi kemur einnig fram í því að spurningum er fylgt
'lla eftir. Stundum er jafnvel eins og spyrjandi sé alls ekki að hlusta á það
sern Auður er að segja og rýfur þá frásögn hennar með spurningu úr allt
annarri átt. f þessu sambandi er það oft áberandi að spyrjandi víkur talinu
frá Auði og persónulegum reynsluheimi hennar að Halldóri og því sem
tengja má frægðinni. Eftir að Auður hefur t. a. m. sagt lífsreynslusögu af