Saga - 1985, Blaðsíða 312
310
RITFREGNIR
vinnukonu sem er ein með dætrunum í óveðri uppi á Gljúfrasteini og er
heimsótt af biluðum manni, kemur spurningin: „Hefur Halldór verið
ánægður með uppfærslur á verkum sínum?“ (bls. 122). Þegar Auður er
svo rétt að byrja á því að svara spurningu um það hvort alltafhafi verið til
nægir peningar í lífi þeirra (bls. 74), þá fær hún spurningu um það hvert
þeim finnist skemmtilegast að koma. Það hefði þó verið full ástæða til að
fara nánar í saumana á svari Auðar um að það hafi alltaf verið til nægir pen-
ingar, því að það stingur í stúf við ýmislegt annað í frásögn hennar. Einu
sinni áttihún t. a. m. ekki fyrirafmælisgjöfhanda systur sinni (bls. 88), og
í annað skipti segist hún hafa orðið að hætta við áform um að setja upp
listiðnaðarstofu með vinkonum sínum vegna þess að þær vantaði alltaf
stofnfé til fyrirtækisins (bls. 53). Undirkafli 8 í „Gestir og gangandi" hefst
á spurningu um það hvort Auður hafi brennt sig illa á blaðamönnum (bls.
209), en áður en hún hefur fengið almennilegt ráðrúm til að svara því, er
umræðunni eytt með spurningu um það hvort þau hafi fengið aðstoð frá
hinu opinbera vegna veisluhalda. Þessi spurning er einnig dæmi um það
að spyrjandi virðist ekki vera að hlusta, því að í lok undirkafla 6 í þessum
sama aðalkafla hefur Auður einmitt gefið það mjög eindregið í skyn að
svo hafi ekki verið (bls. 208). Nákvæmlega sama kemur fyrir þegar
Auður er nýbúin að segja frá áformum Halldórs um að flytjast til Ameríku
(bls. 73), en fær þá spurningu tveimur blaðsíðum síðar, hvort það hafi
einhvern tíma komið til greina að eiga heima annars staðar en á íslandi
(bls. 75). Spurningar og svör kallast því oft óþægilega illa á, og skal hér
aðeins nefna eitt dæmi enn þessum til viðbótar, en það er þegar Auður er
að tala um dúk sem vinkona hennar hafi átt með útsaumuðum nöfnum
gesta. í framhaldi af því fer hún að segja frá gestabók sem sér hafi verið
gefin og skyldfólk Halldórs hafi fyrst og síðast skrifað í. Viðbrögð spyrj-
anda við þessari frásögn af dúk og gestabók er spurningin: „Þú hefur
nánast verið í opinberri þjónustu?" (bls. 208).
Svipaðar eðlis eru spurningar um aukaatriði eða mál þar sem svarið
virðist alveg liggja í augum uppi. Sem dæmi um þess háttar spurningar
má nefna. „Var Eyrarbakki sjávarpláss?" (bls. 8), „Manstu eftir bernsku-
heimili þínu?“ (bls. 10), „Gerðist ekki eitt og annað á Röntgendeildinni?"
(bls. 27), „Hittir þú ekki eitthvað af skemmtilegu fólki í Danmörku?“
(bls. 69), „Hafa ekki heimsóknir blaðamanna verið tíðar?" (bls. 201), og
í sambandi við Nóbelsverðlaunaafhendinguna: „Var ekki stórmál að
klæða sig upp fyrir hátíðahöldin?" (bls. 109), „Var ekki haldið hóf til
heiðurs Halldóri í Kaupmannahöfn?" (bls. 111), „Hvernig bjugguð þið?
(bls. 112) og „Voruð þið ekki alltaf á ferðinni?" (bls. 112). Hlálegast
verður þetta þegar Auður er að segja frá ástandinu í Tékkóslóvakíu
skömmu eftir stríð og verður tilefni spurningarinnar: „Gast þú keypt
eitthvað?" (bls. 67).