Saga - 1985, Page 313
RITFREGNIR
311
Skyld þessu samhengisleysi er sú ónákvæmni í framsetningu að vísa til
einhvers í fyrri frásögn sem ekki er þar. Á einum stað er t. a. m. verið að
segja frá væntanlegum samningum Halldórs við forlag í Svíþjóð um
útgáfu á íslandsklukkunni, og í því sambandi tekið fram að „þá bók“ hafi
Peter Hallberg verið að þýða „hérna heima eins og fyrr segir“ (bls. 71).
Þetta hefur hins vegar aldrei verið nefnt, heldur aðeins að Peter Hallberg
hafi verið farinn að þýða „bækur Halldórs meðan hann var hér á landi“
(bls. 33). „Við hittum aftur Eggert Stefánsson og Lelju, sem komu til
móts við okkur í Róm“ (bls. 85) segir svo á einum stað án þess að sagt hafi
verið frá nokkrum fundum þeirra fyrr. Allt í einu er þýðandinn Harthern
orðinn til vandræða, því að í fjórða sinn sem hann er nefndur segir að Hall-
dór „var enn í vandræðum með Harthern þýðanda sinn“ (bls. 186), og
kemur það lesendum mjög á óvart, því að í þau skipti sem hann hefur
verið nefndur áður (bls. 101, 103 og 108) er ekki annað að sjá en Halldór
hafi verið hæstánægður með hann.
Tímasetning er einnig nokkuð ónákvæm, og fyrir kemur að hún er
beinlínis röng. Mikið er um orðasambönd eins og „á þessum árum“ (sjá
t. a. m. bls. 39, 73 og 209), án þess að það sé ljóst um hvaða ár er nákvæm-
lega verið að ræða. Á einum stað hlýtur að vera um prentvillu að ræða (en
þær eru talsvert í bókinni. Er þetta í upphafi undirkafla 9 í „í Evrópu-
löndum eftir stríð“, þar sem sagt er frá því að Halldór hafi verið í
útlöndum „vorið 1949“ (bls. 92). Bæði stangast þetta á við vígsluár Þjóð-
leikhússins sem á næstu blaðsíðu er sagt hafa verið á sama ári (Bls. 93) en
var ári síðar, og frásögnina af ferðalagi þeirra Auðar um Noreg og Svíþjóð
í framhaldi af þessari dvöl. Vorið 1949 hefur Auður varla getað verið á
ferðalagi með Halldóri í útlöndum, því að þá var hún á Akureyri (sbr.
bls. 89). Ártalið hlýtur því að eiga að vera 1950. Annað svipað dæmi
varðar útgáfu á Sjálfstæðu fólki í Ameríku, en um hana segir í upphafi
undirkafla 6 í „Ferð til Tékkóslóvakíu": „1948 kom Sjálfstætt fólk út í
Ameríku í geysilega stóru upplagi" (bls. 72), sem er rangt, því að bókin
kom þar út árið 1946, eins og reyndar segir á öðrum stað, í frásögn Auðar
af heimsreisunni: „Wood... sýnir okkur frábærlega góð skrif um Sjálf-
stætt fólk frá árinu 1946. Það ár var þessi bók Halldórs valin aðalbók mán-
aðarins hjá þessum stóra bókaklúbbi..(bls. 133). Skrásetjari hefur því
ekki einu sinni þurft að leita utanaðkomandi heimilda til að athuga hvort
rétt sé farið með þessi ártöl. Frásögnin sjálf sýnir að svo getur ekki verið.
Öðru máli gegnir um ýmsar aðrar villur, eins og t. a. m. þegar sagt er að
Atómstöðin hafi komið út sama ár og Erlendur í Unuhúsi lést (bls. 73), þ. e.
árið 1947, en hún kom út árið 1948, að Nonni sé grafmn við Aachen
(bls. 82) í staðinn fyrir í Köln, að Trektarbók Snorra-Eddu sé komin til
íslands (bls. 253), sem hún er ekki, og Sigurður Bjarklind, maður Huldu,
kallaður Benedikt (bls. 277) og ruglað saman við frægan föður hennar. Til