Saga - 1985, Síða 314
312
RITFREGNIR
þess að komast fyrir slíkar villur hefði þurft að fletta upp í öðrum bókum,
sem hlýtur að mega telja á sjálfsögðu verksviði skrásetjara.
Ekki ber Auði heldur alltaf saman við frásagnir Halldórs af sömu
atburðum, og skal ósagt látið hvort þeirra hefur rétt fyrir sér. í Skáldatíma
(1963) segir Halldór t. a. m. frá ferð til Rússlands árið 1949, þar sem hann
hafi verið „boðsgestur á áttugasta afmæli Maxim Gorkís" (bls. 223). Um
þessa ferð vitnar Auður í bréf frá Halldóri og segir hana hafa verið „á
Púskinhátíð" (bls. 89). Þá kemur þeini ekki saman um það hvernig þau
hittu fyrst Johannes Lindberg, forleggjara Halldórs í Svíþjóð. í Skáldatíma
segir Halldór að það hafi verið eldsnemma morguns á hóteli í Stokkhólmi,
daginn eftir að þau komu þangað fljúgandi frá Prag: „Vorum við þar
vakin af værum svefni. Þessi árrisuli gestur var fyrirmannlegur sænskur
öldungur, sem sagðist heita Jóhannes Lindberg og ráða fyrir bókaforlagi
Samvinnuhreyfingarinnar sænsku...“ (bls. 217-218). í minningu Auðar
hittu þau hann hins vegar íjárnbrautarklefa á járnbrautarstöðinni í Stokk-
hólmi, nýkomin þangað með næturlest frá Kaupmannahöfn, og áður en
þau fóru til Prag: „Við vorum ekki konrin út úr járnbrautarklefanum...
þegar forstjóri bókaútgáfu Kooperativa barði að dyrum, sá fíni maður
Johannes Lindberg, og falaðist eftir réttinum að bókunr Halldórs í
Svíþjóð" (bls. 66). Á einum stað virðist Auður þó augljóslega leiðrétta
Halldór, en það er þegar hún segir að hann hafi farið til Rúmeníu árið 1961
(bls. 211). Sjálfur ársetur Halldór þessa ferð hins vegar 1960, sbr. athuga-
semd aftan við „Ferðabæklingur úr Rúmeníu“, senr birtist í ritgerðasafn-
inu Og árin líða (1984), en þar segir: „Uppúr gleymdri minniskompu frá
1960“ (bls. 166), sem annaðhvort er prentvilla eða sýnir að kompan hefur
verið honunr svona rækilega gleymd, sem er líklegra, því að samkvæmt
frásögn Auðar af ferðalögum Halldórs árið 1960 er hann á þeim tínra í
Kaupmannahöfn, Sviss, Hollandi, Stokkhólnri, Helsinki, Rússlandi,
Rómaborg, aftur í Stokkhólmi, og síðast í London (bls. 189-198), og
varla nokkurt pláss fyrir Rúnreníuferð. Samt er þetta ekki alveg ljóst, því
að áður hefur verið sagt frá því að sundlaugina hafi þau látið útbúa „í
kringum 1960“ (bls. 50), og fyrirmæli unr það hafi Halldór gefið „áður en
hann fór til Rúmeníu þetta sunrar" (bls. 50).
í heild stiklar frásögnin á ferðalögum, veislum og frægu fólki. Er hún
svo yfirfull af mannanöfnunr og hótela- að hún breiðir sjaldan úr sér. Til
samanburðar má nefna að skv. nafnaskrám koma nreira en helmingi fleiri
persónur við sögu í Á Gljúfrasteini en í Skáldatíma, sem er þó lengri bók,
eða 586 á móti 259. Af þessu leiðir að bókina skortir oft nauðsynlega
nákvæmni í frásögn, tæpt er á málum án þess að þeiin séu gerð nokkur
skil. Af þessum sökum kenrur fyrir að sögur verða óskiljanlegar. Svo er
t. a. m. um frásögnina af því þegar Auður er að elda hænsni á prímus fyrir
fyrsta jólaboðið á Gljúfrasteini, að gestirnir koma um það bil sem hún