Saga - 1985, Page 315
RITFREGNIR
313
>.var að verða lens í matreiðslunni á prímusnum" og „átti eftir að búa til
sósu“ (bls. 50). Kernur þá einn gestanna fram í eldhús til hennar „eins og
af himni sendur“, og sdngur upp á því að þau búi bara til súpu, þetta sé
svo mikið matarefni. Hér er alls ekki ljóst í hverju vandræðin felast, og af
hverju þetta er svona gott ráð, úr því bara var eftir að búa til sósuna. Senr
annað dæmi má nefna tilsvar Dunu þegar Krúsjeffstjórnin fellur og hún
segir: „Nú held ég Gontar sé spældur!" (bls. 207).'Fá þessi orð mikla
áherslu við það að vera sett í lok kafla, en verða merkingarlaus, vegna þess
að Gontar þessi hefur aldrei lifnað fyrir lesendum sem persóna. Það eina
sem frá honurn hefur verið sagt er að hann hafi verið mágur Elenu dóttur
Krúsjeffs og í fylgd með henni þegar hún kom eitt sinn að Gljúfrasteini að
fá að fara á hestbak (bls. 206).
Þannig eru lýsingarorð oft látin koma í lýsingar stað, og ber mest á lýs-
ingarorðum eins og „frægur", „skemmtilegur" og „ógleymanlegur", án
þess að það komi fram af hverju og hvernig. Um Siri Derkert, „fræga lista-
konu úr Svíþjóð" er t. d. sagt að hún hafi setið við eldinn á Gljúfrasteini og
sagt „ógleymanlega frá“ (bls. 55). En ekkert orð um það frá hverju hún
var til dæmis að segja. Um aðra konu er sagt að hún hafi verið „mikið fyrir
að segja frá ævintýrum sínum, svo að við vöktum alla nóttina..(bls.
253), en ekkert um það í hverju ævintýrin hafi t.a. m. falist. „Það var
yndislegt og eftirminnilegt kvöld" (bls. 63) er sagt um kvöld á Hótel Sögu
með þeim Ashkenazy-hjónunum og Rostropovits, en af hverju fá lesendur
ekkert að vita. „Við heyrðum seinna skemmtilegar sögur af honum í
Sviss“ (bls. 55), og „kvöldin með öllu því fólki sem við hittum voru
skemmtileg" (bls. 236) eru dæmi um setningar sem koma fyrir á svo til
hverri blaðsíðu bókarinnar án þess að þeim fylgi nokkur nánari útlistun.
Best verður frásögnin þar sem Auður fær að segja frá á eigin forsendum
og einhverju sem hún hefur sjálf tekið eftir eða upplifað. Mjög athyglis-
verð frá bókmenntalegu sjónarmiði er sagan um spegilinn og stúlkuna á
Landakoti sem Auður segir Halldóri og hann nýtir síðan í Fegurð himinsins.
Sýnir hún hvernig rithöfundar geta unnið úr kvenlegri sýn og reynslu, en
einmitt speglar skipta oft meira máli í vitund kvenna en karla:
Ég sagði honum frá stúlku með berkla í baki, sem lá á Landakots-
spítala í Reykjavík. Við sjúkrahúsið voru byggðar glerstofur á
sínum tíma, sérstaklega ætlaðar langlegusjúklingum. Stúlkan lá í
slíkri stofu. Til þess að auka á útsýni hennar úr rúminu, var festur
við það spegill. í speglinum gat hún séð út á Túngötuna, sem liggur
meðfram spítalanum. (Bls. 37.)
Slíkar frásagnir varða nær undantekningarlaust örlög kvenna, sem Auður
virðist hafa mjög glöggt auga fyrir, og er þar oft brugðið upp táknrænum
svipmyndum. Má þar m.a. nefna sögunaaffrú Sörensen, landflótta konu,
sem arfleiðir útlenda og ókunna menn að ættardýrgripum sínum (bls. 72),