Saga - 1985, Side 316
314
RITFREGNIR
kaflann um Fríði Símonardóttur, blinda konu í Kaupmannahöfn, sem alla
ævina hafði hlakkað til að verða gömul og geta lesið bækur og saumað út
(bls. 196), og síðast en ekki síst frásögn frú Branners afþví hvernig maður-
inn hennar, rithöfundurinn, ynni:
Ég verð að liggja hérna uppi í rúmi á meðan hann er að vinna. Hann
fer á fætur klukkan fimm eða sex á morgnana, og skrifar til klukkan
ellefu. Á meðan má ég ekki hreyfa mig. Ég má ekki fara fram úr
rúminu. Ég verð að liggja hérna hvað sem á gengur. (Bls. 193.)
Að einhverju leyti virðist Auður sjá sjálfa sig í þessari konu, því að hún bér
sig saman við hana:
Svo þetta var nú öllu verra en ég átti að venjast. Mér fannst
stundum hart þegar Halldór læsti sig inni og sagði: „Ég má ekki
vera að því að hugsa um neitt utanaðkomandi." En ekkert var það
hjá þessu. (Bls. 193.)
Hvor á sinn hátt gefa þessar tvær sögur sem hér hefur verið vitnað til inn-
sýn í líf Auðar sem konunnar á bak við skáldið. En það er efni sem bókin
í heild drepur um of á dreif.
Við Þórbergur
Andstætt bókinni Á Gljúfrasteini, sem er yfirfull af efni sem ekki eru gerð
skil, virðist Gylfi Gröndal hafa haft úr litlu efni að moða í bók sína. Hefur
hann því brugðið á það ráð að skapa nýja bókmenntategund, sem er við-
talsgerð áður prentaðra heimilda. Bókin skiptist í 30 kafla, og er meiri
hluti þeirra byggður á slíkum heimildum, og að því er best verður séð
uppgerðu samtali. Eru heimildirnar sem notaðar eru oftast nefndar ein-
hvers staðar í textanum, þar sem stundum er vitnað beint í þær, en þess er
ekki getið að sjálft samtalið sé samið upp úr þeim. Meginuppistaða bókar-
innar eru draugasögur, enda mest tekið upp úr Gráskinnu hinni meiri
(1962), sem Sigurður Nordal og Þórbergur Þórðarson tóku saman. Úr
hennieruhéra.m.k. sex sögur: „Huldukonan í Vogastapa" (bls. 240-242)
í kaflanum „Samfylgdin sem brást“, „Dýrið í Innri Njarðvík" (bls. 237-
240) í „Trippi með hringaðan hala“, „Draumar Petrínu Guðmundsdótt-
ur“ (bls. 231-232) í „Ég kem 14. maí“, „Ævintýri eyrnalokkanna“
(bls. 224-226) í „Nú hefur þó gerst kraftaverk", og „Grenilyktin“
(bls. 227-231) sem heitir hér „Þegar ég sannfærðist". í Gráskinnu eru
þessar sögur ýmist ritaðar eftir Margréti eða Ásbirni Ó. Jónssyni, bróður
hennar. Af öðrum heimildum viðtalanna má nefna / kompaníi við allífið
(1959), þar sem Matthías Johannessen talar við Þórberg Þórðarson.
Þannig er frásögn á bls. 95-96 svo til samhljóða bls. 9 í Kompantinu,
bls. 99-101 samhljóða bls. 197-199 í þeirri bók, bls. 122-124 samhljóða
bls. 201-202, bls. 128-131 samhljóða bls. 203-204, og bls. 166-170 sam-