Saga - 1985, Page 317
RITFREGNIR
315
hljóða bls. 7 og 151-153. Undir kaflaheitinu „Hið langþráða Grikkland"
er hér endurprentað viðtal Matthíasar Johannessens við þau Margréti og
Þórberg um Baltíkuferðina í Morgunblaðinu 6. nóvember 1966, og fylgja
sömu myndir. Einnig má sjá glefsur úr viðtali Sólveigar Jónsdóttur við
þau hjón í Tímanum 5. maí 1968, sbr. bls. 145-146 og 213-214. Þá eru rit-
gerðir og bækur Þórbergs sjálfs teknar hressilega til handargagns. Er kafl-
inn „Stílisti og ritsnillingur" að miklu leyti unninn upp úr minningargrein
Þórbergs um Jón Thoroddsen í Alþýðublaðinu 3. janúar 1925 (endur-
prentuð í Ritgerðum 1924-1959 II (1960)), og ritgerð hans „Vatnadagurinn
mikli“ í Tímariti Máls og menningar 1 /1943 (og síðar) heitir hér „Rigningar-
sumarið mikla“. Frásögnin afLillu Heggu á bls. 56-57 er tekin svo til orð-
rétt upp úr Sálminum um blórnið (1954), bls. 37, og „Ævintýrið um Skottu"
úr Viðjjarðarundrunum (1943), bls. 12-36. Þá eru sögurnar um séra Árna
og Ágúst bróður hans á bls. 156-161 teknar úr Ævisögu Árnaprófasts Þórar-
inssonar (sbr. bls. 171, 535—536 og 556-557 í 2. útg., síðara bindi, 1970).
Má vera að svo mætti lengur telja.
Aðferðin felst í því að víkja til orði og orði, brjóta upp setningar og
efnisgreinar og gera þær talmálslegri, m.a. með því að færa óbeina ræðu
yfir í beina. Þá er skipt um sögumann, Margrét t.a.m. látin segja „ég“,
þegar Þórbergur eða einhver önnur. heimild segir „Margrét". Verða hér
sýnd um þetta örfá dæmi, hvert úr sinni áttinni:
Gráskinna hin meiri
Ég fór með föður mínum þetta
kvöld og skrapp á vanhúsið á
meðan hann var að vatna kúnum.
Hesthúsdyrnar voru opnar og
lagði út um þær daufa glætu frá
ljósi, sem faðir minn hafði hjá sér
1 fjósinu. Vanhúsdyrnar stóðu líka
opnar, og sá ég ljósglætuna út um
þær, dálítið skáhallt til hægri
hliðar.
Ég hafði ekki lengi setið á van-
húsinu, þegar... (Bls. 238-239,
ritað eftir Ásbirni Ó. Jónssyni.)
Viðtalsgerðin
Ásbjörn bróðir minn fer með
föður okkar þetta kvöld og
skreppur á kamarinn, á meðan
pabbi er að vatna kúnum.
Hesthúsdyrnar eru opnar og út
um þær leggur daufa birtú frá ljósi,
sem pabbi hafði hjá sér í fjósinu.
Kamarsdyrnar standa h'ka
opnar, og Ásbjörn sér ljósglætuna
út um þær, dálítið skáhallt til
hægri hliðar.
Hann hefur ekki setið lengi á
kamrinum, þegar... (Bls. 43.)
Títninn 5. tnaí 1968
Hún sá fyrir þegar togararnir fór-
Ust á Halamiðum, og hún hefur
séð fyrir feigð manna. Eitt sinn fór
Viðtalsgerðin
Hún sá oft feigð á fólki.
Og hún sá fyrir þegar togar-
arnir fórust á Halamiðum.