Saga - 1985, Side 319
RITFREGNIR
317
því ekki bara villandi heldur beinlínis rangt sem segir á bókarkápu að þessi
nýjasta bók Gylfa Gröndals hafi „ótvírætt heimildargildi". Það kemur
m.a.s. fyrir í henni leiðinlegt misminni sem hefði mátt leiðrétta, ef orð
Margrétar hefðu verið borin saman við aðrar heimildir. Þetta er þegar hún
þakkar það Kristni E. Andréssyni að Þórbergur samþykkti að halda áfram
viðtölunum við Matthías Johannessen eftir að það voru komnar á hann
einhverjar vöflur. Það er augljóst bæði af / kompaníi við allífið (bls. 151-
155) og einkum viðtali Matthíasar við Snorra Hjartarson í Morgunblaðitiu
22. apríl 1981 (endurprentað í Félagi orð (1982)), að þessu var þveröfugt
farið, en þar segir:
Ég á Snorra Hjartarsyni persónulega skuld að gjalda. Þegar ég hafði
lokið miklum hluta af Kompaníinu, kom ég með handritið til Þór-
bergs og hann las úr því fyrir nokkra bræður í Marx, þ. árn. Kristin
E. Andrésson. Það var áður en ég kynntist honum. Kristni leizt
ekki á blikuna og Þórbergur var þá í miklum vafa um allífið, því að
Kristinn var eins konar páfi í þá daga, eins og kunnugt er.
Síðan segir Matthías að Þórbergur hafi borið málið undir Snorra Hjartar-
son sem hafi litist vel á handritið, og hafi Þórbergur tekið meira mark á
honum en Kristni.
í bókinni er mikið um beinar tilvitnanir, t.a.m. í verk Þórbergs, og er
þar mjög mikið urn villur. Sem dæmi má nefna að í tilvitnun í Sálminn um
blómið á bls. 57-58 koma fyrir sex villur af því taginu að „skelfing dauf‘
(bls. 41) verður „ósköp dauf' og „bágt með að trúa“ (bls. 41) verður
»>erfitt með að trúa“. Einnig hafa fallið úr orð. Þá er vísa eftir Þórberg sem
sýnd er mynd af í eiginhandarriti á bls. 113, ekki rétt upp tekin á blaðsíð-
unni við hliðina á (112). Er þar prentuð komma, þar sem í handritinu er
punktur, lítill stafur, þar sem á að vera stór stafur, og bætt inn orði sem
spillir hrynjandi. Þá er vitnað til setningar sem sögð er vera úr minningar-
grein Þórbergs um Jón Thoroddsen („Síðan hef ég vorkennt veslings
Norður-ísafjarðarsýslu!", bls. 49), en er þar ekki, og spurning Þórbergs
úr Kompaníinu „Er nú spyrillinn alveg orðinn þurr?“ (bls. 100) hefur hér
breyst í „Er nú spyrillinn alveg orðinn þurrausinn?" (bls. 167).
Það má vera ljóst að ekki er mikið frá Margréti sjálfri í bók sem þannig
er unnin. Þó má nefna skemmtilega sögu um Einar Benediktsson og
kristalsglös (bls. 63-68), og á einum stað bætir hún inn í frásögn Þórbergs
atriðum sem honum hefur sést yfir. Um við^kilnað þeirra Skottu segir
Þórbergur aðeins að hún hafi lofað að senda Margréti ber, og síðan hafi
þau fengið „sendan svolítinn pappakassa með krækiberjum, og utaná
kassanum stóð skrifað: Frá Skottu" (Viðjjarðarundritt, bls. 35). Hjá Mar-
gréti er frásögnin nákvæmari:
Ég gaf henni efni í kjól að skilnaði, og í staðinn kvaðst hún ætla
að senda mér ber í þakklætisskyni.