Saga - 1985, Page 321
RITFREGNIR
319
Sigfús Jónsson: SJÁVARÚTVEGUR ÍSLENDINGA Á
TUTTUGUSTU ÖLD. Hið íslenska bókmenntafélag.
Reykjavík 1984. 307 bls., myndir, töflur.
Fyrir fimm árum kom út á ensku doktorsritgerð Sigfúsar Jónssonar land-
fræðings um íslenskan sjávarútveg frá aldamótum til 1940,1 raunar með
talsverðu efni um 19. öldina líka sem hann hefur síðan unnið upp og birt
sérstaklega.2 Bók hans frá í fyrra, sem hér er til umfjöllunar, er algerlega
nýtt rit og að litlu leyti um sama efni og doktorsritgerðin.3 Raunar öllu
rneira um samtíð en sögu og meira afheimi annarra fræða en sagnfræðinn-
ar. En samt geysiathyglisvert fyrir ástundendur 20. aldar sögu, bæði sem
tróðleiksnáma og heimildalykill og til hliðsjónar í aðferðarfræðilegum
efnum.
Megineinkenni bókarinnar er það, hve óhemju efnisrík hún er og sam-
þjöppuð, reist á afar víðtækri og vel heppnaðri heimildakönnun og stíluð
af smitandi áhuga. Efnisskipan er glögg til yfirlits og þægileg til leitar, en
efnið mjög smátt höggvið, sem er til baga við samfelldan lestur og kallar
a óheppilega miklar endurtekningar. Skipan efnisins, bæði í aðalkafla og
undirkafla, er mestmegnis eftir efnissviðum og ekki fyrr en í fulla hrtefana
eftir tímabilum eða tímaröð. Þess vegna virðist fljótt á litið miklu minni
saga í bókinni en þó er raunin á. Sögulegri efnisskipan hefði vísast bæði
kosti og galla, en kosti ekki síst fyrir þann lesanda sem lesa vildi bókina
samfellda frá upphafi til enda.
Bókin skiptist í 10 aðalkafla, en 124 undir- og undir-undirkafla, talsvert
innan við tvær síður að meðallengd þegar frá eru teknar myndir, töflur og
tilvísanir.
Til að rekja efni bókarinnar hentar að byrja á 3. kafla, „Vistfræði sjávar
°g fiskistofnar", eins og hann heitir. Hér er á 40 síðum ágrip af haffræði,
sjávarlíffræði og fiskifræði; mikill banki staðreynda, hugtaka og útskýr-
lnga og eftir atvikum aðgengilegur fyrir ósérfróða.4 Þetta er kafli úr dokt-
orsritgerðinni, en mikið aukinn og vitnað að nokkru leyti í aðrar heimildir
yngri, jafnvel óbirtar.
i ■ The Development of the Icelandic Fishing Industry 1900-1940 and its regional implica-
tions, Rvk. 1981. Sbr. ritdóm minn í Sögu 1982.
-■ “The Icelandic fisheries in the prermechanization era, c. 1800-1905: Spatial and
economic implications of growth,“ Scandinavian Economic History Reviw XXXI
(1983), bls. 132-50.
3- Svo sem gleggst má marka af samanburði tilvísaðra heimilda. Þær eru nærri 250
í doktorsritgerðinni, yfir 300ínýju bókinni, en innan við 90þær sömu í báðum.
4- Hér er vitaskuld engin dómur lagður á þennan fremur en annan ósögulegan fróð-
leik; þó munu á bls. 69 hafa slæðst inn einhverjar ýkjur um gildleika þorsklirfa.