Saga - 1985, Síða 322
320
RITFREGNIR
Annar kafli er að vissu leyti framhald hins þriðja, stutt (15 bls.) og afar
fróðlegt ágrip af fiskveiðihagfræði. En framsetningin er lengst af óþægi-
lega stærðfræðileg fyrir okkur sagnfræðinga, a.m.k. flesta.
Setjum nú svo, að sögugrúskari leiti hingað til glöggvunar á einhverju
sem fiskihagfræði varðar, en finni sér ekki fullnægjandi úrlausn og vilji
finna annaðhvort fyllri umfjöllun eða auðlæsilegri. Hann fer þá í tilvísan-
irnar aftan við kaflann, þar sem vísað er til einna 14 rita og ritgerða, flestra
erlendra og margra, að því er virðist, mjög sérhæfðra. Vel má vera að þau
dugi manninum, en líklegra tel ég þó að óreyndu, að sagnfræðingur eða
sögugrúskari ætti erindi í einhverja af ritgerðum Gylfa Þ. Gíslasonar eða
Ragnars Árnasonar, sem hér er ekki vísað til, en hins vegar getið í heim-
ildaskránni að bókarlokum. Sigfús er að því leyti í fullum rétti, að höfund-
ur yfirlitsrits eins og þessa getur ómögulega vísað í allar heimildir jafn-
harðan á sama hátt og reynt er að gera í rannsóknarritgerð. En ég held það
hefði verið til hagræðis að skipta heimildaskránni í nokkra efnisflokka af
því hvað hún er gríðarlöng. A.m.k. ber að brýna fyrir notendum bókar-
innar, að þótt heimildavísanir séu gríðarmargar við flesta kaflana eru þær
engan veginn tæmandi og rétt að fara í sjálfa heimildaskrána til að finna sér
viðbótarlesefni.
Svo að aftur sé horfið að efnisrakningu verður næst fyrir 4. kafli,
„Þróun sjávarútvegs fram til 1945.“ Hér er meginefni doktorsritgerðar-
innar afgreitt á 40 síðum. Einkum á kaflinn sér þar samsvörun á bls. 122-200,
í u.þ.b. tvöfalt lengra máli. Því fer þó fjarri að hér sé einungis um sam-
þjappað ágrip að ræða, heldur virðist Sigfús hafa hugsað efnið allt að nýju,
að nokkru í ljósi heimilda sem hann notaði ekki í fyrra ritinu. Mörg smá-
atriði eru hér orðin honum ljósari (t.d. vélar settar í þilskip, bls. 104, og
margt sambærilegt), og í heild virðist þessi kafli reistur á víðtækri og mjög
traustri þekkingu. Ekki vekur síst athygli vald Sigfúsar á erlendum upp-
lýsingum, bæði um samkeppnislönd íslendinga og markaðslönd. Hér
liggja rannsóknir að baki sem ekki nýtast nema að hluta í hinu afar ágrips-
kennda formi þessa kafla, og er hann vonandi ekki síðasta orð Sigfúsar um
tímabilið.
Um tímann 1945-83 er íjallað miklu rækilegar, á 130 síðum sem skipt-
ast í fjóra aðalkafla (5.-8. kafla): „Afli og veiðar," „Fiskvinnsla," „Mark-
aðsmál“ og „Opinber afskipti, stofnanir og samtök í sjávarútvegi.
(Meginefni 4. kafla skiptist í undirkafla á áþekkan hátt.) Af 53 undir- og
undir-undirköflum eru hér aðeins tveir („Markaðsmál 1945-1950“ og
„Nýjar aðstæður í fiskmarkaðsmálum") bundnir við tímabil; annars
kemur atburðarakning í tímaröð ekki til sögu fyrr en innan hinna örstuttu
undirkafla, auk þess sem sumir þeirra eru að mestu helgaðir samtímalegri
lýsingu án tímavíddar. Þetta er því ekki efni sem biður um að lesa sig sem
sögu. Engu að síður geymir það mikla sögu, byggir á geypivíðtækri