Saga - 1985, Page 323
RITFREGNIR
321
heimildavinnslu og lýsir glöggri sögulegri yfirsýn. Sigfús kann það sem
hvað mestu varðar við rannsóknir í samtímasögu: að nýta þá fjölbreyttu
sérfræði sem nútímaþjóðfélagið morar afog hefur á flestum sviðum meira
bolmagn til söfnunar og úrvinnslu upplýsinga en sagnfræðin út af fyrir sig
getur gert sér nokkrar vonir um. Hann leitar beint til stofnana og sérfræð-
inga; hann hefur líka gert mjög vandaða leit að ritum og ritgerðum um
sjávarútvegsmál; og hann notar ásamt sérfræðinni hefðbundnar sögu-
heimildir, svo sem endurminningar.
Efnisskipaninni skal ég ekki kvarta undan fyrir það út af fyrir sig, að
sagan sé þar lítt á yfirborði. En hitt er lakara hve mikið hún kallar á af
endurtekningum. Hiklaust hefði verið til bóta að bræða saman kaflana um
vinnsluna og markaðsmálin, sem báðir skiptast í undirkafla að mestu eftir
afurðaflokkum; og frekari breytingar hefðu komið til álita.
Sem dæmi um eðli og takmarkanir sögulegrar umfjöllunar í bókinni vel
ég sjávarútvegskreppuna 1967-68. Um hana er ljallað á bls. 239-40, á
tæplega einni síðu samtals, í undirkaflanum „Opinberar hagstjórnarað-
gerðir í sjávarútvegi." í samræmi við eðli kaflans er áherslan öll á gengis-
fellingum, ráðstöfun gengismunar, stofnun og eflingu sjóða og þar fram
eftir götunum. Stjórnmáladeilur um kreppuástandið eru ekki nefndar
enda er það meginregla í bókinni að nefna ekki pólitík, og er það vorkunn,
svo þröngt sem orðið er um það efni sem þó erí bókinni. Heimildavísanir
eru einungis í lög. í heimildaskrá má þó finna a.m.k. eina samtímaritgerð
sem jaðrar við efnið.5 Nefndar eru orsakir kreppunnar
svo sem gífurlegur samdráttur í síldarafla, verðfall á lýsi og mjöli,
stórfellt verðfall á frystum afurðum í Bandaríkjunum og lokun
skreiðarmarkaðar í Nígeríu vegna borgarastyrjaldar þar.
EJm samdrátt síldaraflans má hæglega finna fyllri upplýsingar og
skýringar framar í bókinni (bls. 78-80, 156-59, 195 og víðar), einnig, þótt
snöggsoðnara sé, um lokun Nígeríumarkaðar (bls. 193) og lágt freðfisk-
verð (bls. 214), en ekki að gagni um verðfallið á lýsi og mjöli (ætti helst
heima á bls. 222-26). Auk þess má finna efni um samsetningu fiskiskipa-
flotans, ástand frystihúsanna, markaðsaðstæður í Bandaríkjunum og
fleira sem unnt væri að tengja kreppunni. Meinlegast er, að hinu ríkulega
talnacfni bókarinnar skuli hvergi vera þannig skipað að nein leið sé að átta
s,g á stærð tekjusveiflunnar í sjávarútvegi þessi ár.
Eftir Jóhannes Nordal og Sigurgeir Jónsson í Fjármálatíðindum 1968, en t.d. ekki
grein Bjarna Braga Jónssonar o.fl. í sama riti árið áður. Bjarni Bragi er raunar alls
ekki tilfærður í heimildaskránni, og mun reglan um stjórnmálabann valda því að
ekki er tilefni til að vísa í skrif hans um auðlindaskatt.
21