Saga - 1985, Side 324
322
RITFREGNIR
Áhugi höfundar beinist sem sagt ekki að breiðum sögulegum tenging-
um, þótt athuganir hans urti fjölmarga einstaka hluti hafi mikið sögulegt
gildi.
Þá er komið að 9. kafla, þar sem á röskum 20 síðum er fjallað um „Áhrif
sjávarútvegs á efnahagslíf og byggðaþróun." Hér er margur fróðleikur
um sjávarútveginn í hagkerfinu, og kennir þess sem fyrr að Sigfús hefur
ágæta yfirsýn yfir hagsögu aldarinnar. Enjafnframt kemur hann hér meira
en áður fram í hlutverki landfræðingsins, kynnir ýmis líkön eða kenningar
erlendra fræðimanna, og er þar bergmál frá köflum í doktorsritgerð hans.
Án þess dómur verði lagður á kenningar þessar í sjálfu sér eða heimfærslu
Sigfúsar á þeim, má segja að þær eigi lítið erindi inn í kaflann vegna þess
hve stuttur hann er; það vantar svigrúmið til að tengja þær íslenska efninu
svo ljóslega að lesandi verði miklu nær.
Tíundi kafli, „Niðurlag," er örstuttur, nánast eftirmáli. Fyrsti kaflí,
„Yfirlit um þróun sjávarútvegs," röskar 15 síður, er hins vegar að tals-
verðu leyti samandregnar niðurstöður bókarinnar. Sumpart í efnisröð,
kafla fyrir kafla, en að nokkru í öðru samhengi og með tengingum sem
ekki eru endurteknar síðar í bókinni. Og saman við þetta eru líka hugtaka-
skýringar. Þetta er frumleg efnisskipan og ekki sem verst fyrir þá sem lesa
bókina í samfellu, en hætt er við að gagnlegar athuganir í þessum kafla fari
fram hjá þeim sem bara eru að leita að efni um eitthvað tiltekið.
í bókinni eru 19 töflur og 47 „myndir", en þær eru ýmist línurit (eða
önnur rit þeirrar ættar), kort eða tengslarit. Höfuðprýði bókarinnar eru
kortin, sem jafnframt eru línurit, tjá í senn stærðir af einhverju tagi og
staðsetningu þeirra. Þau eru snoturlega og hugvitssamlega gerð og mjög
til fyrirmyndar. Raunar má hrósa Sigfúsi fyrir öll afbrigði myndrænnar
framsetningar, þótt kortin séu allra ágætust. Töflurnar eru að jafnaði h'ka
vel og fróðlega saman settar. Helsti ásteytingarsteinn minn er tafla á bls.
178 um hagnýtingu síldarafla 1942-83, þar sem Tölfrœðihandbók 1974 er
fylgt í því að slá saman frystingu og ísun (þ.e. löndun erlendis, einkum úr
Norðursjó, sem er alls óskyld hagnýting). Á súluriti tveim síðum aftar,
sem Sigfús hefur sjálfur unnið upp úr frumgögnum, heldur hann þessu
réttilega aðgreindu, en það er aðeins frá og með 1974.
Eins og sjálfsagt þykir í félagsvísindum tilfærir Sigfús heimildir sér í lagi
við hvert kort eða línurit, og það ætti að gera í sagnfræði líka/’
Þess nýtur víða að Sigfús er meiri tölfræðingur en við flest. Þegar hann
segir t.d. (bls. 170) að afli hafi á tilteknu skeiði aukist að meðaltali um
6. Þegar svo stendur á má forðast langar endurtekningar með því að segja: „Heim-
ildir: sjá tilv. nr.“ þetta eða hitt.