Saga - 1985, Page 325
RITFREGNIR
323
2,81% á ári, bætir hann við í tilvísunargrein (bls. 174, tlv. 51) að mælt sé
„á milli upphafs- og endagilda á aðhvarfslínu." Sem er rétta aðferðin, því
miður fyrir okkur sem svo oft grípum stök gildi úr talnaröð og reiknum
breytinguna á milli þeirra, en þá veltur óhóflega mikið á því hvort við
gripum gildi fyrir dæmigerð ár eða ekki.7
Það er dálítill galli á bók Sigfúsar, að ekki gefst alltaf svigrúm til að
útskýra sérfræðileg og tæknileg hugtök. Svo sem eins og lútsuðu, sogeim-
ara, síupressu og skilvindur, svo að gripið sé niður í umfjöllun um lífrar-
bræðslu á bls. 198-99. Eða innborgunarskyldu á bls. 221, Annars er alltaf
álitamál hvaða forþekkingu eigi að ætla lesandanum, en ég myndi ætla
bók Sigfúsar mjög sundurleitan lesendahóp og því einhverja lesendur
mjög fáfróða um hvert einstakt svið.
Þótt málfar sé annars yfirleitt í góðu lagi, er það líka talsverður galli að
orðalag er ekki alltaf eins hnitmiðað og hinn knappi texti krefst. Það er
t.d. rangt að tala um „gengi“ þegar sagt er (bls. 211) að ráðstöfunartekjur
Bandaríkjamanna séu mældar „á föstu verði miðað við gengi dollara
1972.“ Eitthvað eru líka blæbrigði orðsins „blokk“ komin úr böndunum
þegar segir (bls. 184):
Á árunum eftir stríð var langmest framleitt í 7 lbs blokkir vafðar í
pergament en árið 1950 var farið að pakka talsvert í 1 kg öskjur sem
voru þægilegri í smásölu. Flatfiskar voru þá jafnan frystir heilir í
blokkir... Árið 1953 var tekin upp sú nýbreytni að frysta flök af
þorski og öðrum tegundum botnfiska í flokkir.
Auk þess sem pergamentið hefur vonandi verið pergamentpappír.
Ekki er alveg gegnsæ merkingin í (bls. 176):
Auk þess þykir stór þorskur, 5-7 kg, eins og mest veiðist á vertíð-
inni, betra hráefni til söltunar en frystingar fyrir alla markaði nema
Grikklandsmarkað.
Sérstaða Grikkja mun liggja í því að þeir vilji saltfisk, en ekki stóran. Eftir
otðanna hljóðan gæti hún rétt eins verið sú, að þeir vilji freðfisk, en ekki
lítinn; eða að þeir vilji stóran fisk, en alveg eins frystan.
Svona óklárheit koma víðar fyrir og bera vitni um nokkurt flaustur við
samningu og ónógan yfirlestur. Við yfirlestur eiga líka höfundur og for-
lagsmaður að hnjóta um setningar, sem reyna að orða hugsun svo almennt
að hún hefur laumast til að gufa upp. Dæmi (bls. 204):
Hjá stærstu fiskútflutningsþjóðunum er yfirleitt um nokkra
meginflokka afurða að ræða sem fara á nokkur aðalmarkaðssvæði.
^ rauninni hafa sagnfræðingar sjaldan brúk fyrir svo mikla nákvæmni að þeir
þyrftu þess vegna að reikna aðhvarfslínu. Nóg væri að slumpa á hana með reglu-
stiku á vel teiknuðu línuriti. En það þykir tæpast viðkunnanlegt á tölvuöld, þegar
fólk notar helst ekki einu sinni reiknistokk.