Saga - 1985, Síða 326
324
RITFREGNIR
Á hverjum tíma má þannig greina heildarmynstur vöruflæðis og
viðskiptatengsla milli stærstu inn- og útflutningsþjóðanna með
sjávarafurðir eins og áður greindi.
Annars er ekki furða þótt bókin beri einhver merki hraðvinnslu, því að
umfjöllun um flest atriði nær til ársins 1983, jafnvel 84, sjálfs útgáfuárs
bókarinnar. Útgerð hennar og búningur er þó í góðu lagi, nema prófarka-
lestur heimildaskrárinnar.8
Helgi Skúli Kjartansson
Elías Snæland Jónsson: ALDARSPEGILL. Átök milli
stríða. Útg. Vaka — bókaforlag. Reykjavík 1984. 224 bls.
Yfirlit um helstu heimildir.
Um árabil voru ekki aðrir höfundar, sem um sögulega atburði fjölluðu,
vinsælli en þeir Árni Óla og Jón Helgason. Ár eftir ár sendu þessir
umsvifamiklu blaðamenn frá sér hvert ritsafnið aföðru, og var sem þeim
ykist ásmegin með hverri bók. Sagnaþættir þeirra urðu öðrum fyrir-
mynd, og nægir að minna á þá Tómas Guðmundsson og Sverri Kristjáns-
son, en þjóðlífsþættir þeirra þykja ekkert blávatn.
Nú hafa allir þessir ágætu höfundar safnazt til feðra sinna og skrifa ekki
fleiri sagnaþætti. En meðan þeir voru og hétu, mátti ekki á milli sjá hvað
mest bar af, áhrifamikið söguefni, skáldleg tilþrif eða örugg tök á máli og
stfl.
Aldrei var ástæða til að óttast, að ekki kæmu einhverjir fram, sem
reyndu að feta í fótspor meistaranna, þó að jafnvíst væri, að jafnan eru
fleiri kallaðir en útvaldir. Hér er t.d. á ferðinni höfundur, sem þegar hefur
goldið blaðamennskunni torfalögin.
Ég hef fyrir satt, að sumir fáist við blaðamennsku af því að þeir eru
mannblendnir og fróðleiksfúsir; aðrir af því að fjölskyldu- eða ættarbönd
hafa leitt þá til þess; en flestir nota hana sem áfanga á leið til alvarlegri rit-
starfa og metnaðarmeiri — eða stjómmálaþátttöku. Ég er ekki kunnugur
Elíasi Snæland Jónssyni, en hefþó óljóst hugboð um, að afskipti afstjórn-
málum hafi upphaflega hrundið honum út í blaðamennsku, þó að fleira
kunni að hafa átt þar hlut að máli.
8. Svo er það smágalli á heimildaskránni, að Sigfús raðar á útgefanda, ekki titil,
þegar höfund vantar. Höfundarlausar tímaritsgreinar getur hann þá alls ekki
vísað í, heldur neyðist til að tilfæra sérprentin af þeim til að geta raðað þeim á
útgefanda tímaritsins (Verkfræðingafélag íslands í tveimur dæmum). Hér cr
venja sagnfræðinga pottþéttari.