Saga - 1985, Page 327
RITFREGNIR
325
Val Elíasar á efnisþáttum er að minni hyggju vel heppnað. Umdeilan-
legra kynni að vera hversu þar er á málum haldið, enda illfært að gera svo
að öllum líki.
Fyrsti þátturinn, „Andalæknar á sakborningabekk: ’Ég gef þér straum
íjesú nafni’“, fjallar um einn furðulegasta þáttinn ífari íslendinga, þ.e. hin
geysisterku tök sem trúin á drauga eða anda og alls kyns yfirnáttúrleg
undur hefur á marga þeirra, og kveður svo rammt að því, að oft er engu
líkara en sá þáttur hafi yfirunnið þá lúterstrú, sem að minnsta kosti sumir
prestar hafa verið að reyna að halda að landsmönnum. Engan getur
undrað, þó að oft reynist grunnt á geðveilu hjá þeim, sem fást við svokall-
aðar andalækningar eða leita sér bótar meina sinna hjá framliðnum
læknum fremur en lifandi samtímamönnum sínum. Hitt er þó alvarlegra,
þegar kuklið er viðhaft við þá, sem þjást af bráðsmitandi sjúkdómum.
Það er fágætt að sjá fjallað um þessi mál af slíkri óhlutdrægni sem hér er
gert. Hvorki er fallið í þá freistni að dásama undrin í anda Einars H.
Kvarans, andríkasta formælanda þeirra, né bregða fyrir sig þeim háðska
vandlætingartóni, sem gerði skrif Vilmundar Jónssonar landlæknis um
þessi efni svo eftirminnileg. Trúi ég ekki öðru en að enn kynni ritlingur
hans, Straumur og skjálfti og lögin í landinu, að reynast mörgum þörf hug-
vekja.
Annar þáttur, „’Evangelíum mannhatursins’: Slagurinn um haka-
krossinn”, snýst um efni, sem enn hefur ótrúlega fárra höfunda freistað,
svo sögulegt og forvitnilegt sem það þó er. Ég hef oft orðið þess var á
bókasöfnum, að margir hnýsast í blöð og önnur rit, sem íslenzkir nazistar
gáfu út á árunum 1933-39. Vera kann að þessi stilling rithöfunda hafi
stafað af tillitssemi við gömlu nazistana eða nánustu ættingja þeirra, rétt
eins og þeir hefðu gerzt sekir um ódæði með því einu að taka þátt í störfum
Þjóðernishreyfingar íslendinga. Það mætti þó koma fram, að af skiljan-
legum ástæðum var Gyðingahatur ekki áberandi meðal íslenzkra nazista,
og þeir notuðu varla öllu stærri orð um andúð sína á marxistum en gert var
í Morgunblaðinu í þá daga. Hins ber og að minnast, að afrek íslenzkra
stjórnmálamanna á kreppuárunum 1932-40 voru naumast slík, að ekki
væri skiljanlegt að ungt fólk leitaði úrræða á öðrum miðum en þeim, sem
tíðast var róið á. Þess er og að geta, að í nær öllum stjórnmálaflokkum var
til fólk, sem ekki fór sérlega dult með aðdáun sína á og samúð með vald-
höfum Þýzkalands allt til 1940.
Það er misskilningur, sem hér virðist koma fram, að Aðalsteinn Krist-
tnundsson, þ.e. Steinn Steinarr, hafi verið unglingur milli tektar og tví-
tugs sumarið 1933. Hann var fæddur 13. október 1908 og því næstum
hálfþrítugur, þegar hann tók þátt í að óvirða hakakrossfánann hjá vara-
tæðismanni Þýzkalands á Siglufirði.
Það má virðast ömurlegt hlutskipti íslenzkra yfirvalda, dómara og ráð-