Saga - 1985, Síða 329
RITFREGNIR
327
þeirra, sem mest munaði í það lífsins vatn, sem kennt er við guðinn
Díonýsos, og hugðust í leiðinni þjóna þeirri háleitu hvöt, sem sumir
kenna við sjálfsbjargarviðleitni, aðrir líkja við áhugamál fornkonungsins
Mídasar í Frýgíu, þá hætta söguhetjurnar að bera venjuleg mannanöfn. Til
sögunnar koma Snæfellingur, gæzlumaður (NB: Kolasund var ekki bein-
línis við höfnina, heldur milli Austurstrætis og Hafnarstrætis, áður en Silla
& Valda var leyft að byggja yfir hluta af því), bifreiðarstjóri, útgerðar-
maður o.s.frv. Það eru bara skipin og bátarnir, sem halda áfram að bera
sérnöfn. Að vísu eru þeir Thor Jensen og Jón Krabbe báðir nafngreindir,
en ljóst er að þeir voru ekki sprúttsalar, þó að atvikin höguðu því svo hlá-
lega, að þessir æruprýddu góðborgarar ættu einhver viðskipti við smygl-
ara. Hér er sem sagt farið að eins og um væri að ræða málsaðila í barns-
faðernismálum í prentuðum Hœstaréttardómum eða geðbilaða afbrota-
menn í Heilbrigðisskýrslum.
Ekki er að efa, að höfundur hefur velt þessu máli fyrir sér og jafnvel
borið það undir aðra, áður en hann afréð að hafa það svona. Skal honum
sízt láð, „aðgát skal höfð í nærveru sálar“, stendur þar, og sprúttsala hefur
löngum þótt heldur auvirðilegt afbrot. Engan varðar lengur hverjir voru
að óhreinka sig á þess háttar athæfi fyrir rneira en aldarhelmingi. En hér
höfum við fyrir okkur lifandi dæmi þess siðamats, sem við lútum í raun
öll.
Það flögraði að mér, þegar ég las þennan þátt, og ég ætla að láta það
flakka, þó að það kunni að vera brot á nýnefndu siðgæðismati samfélags-
ins, að mikið má vera, efeinn hinna ótrauðu sprútdnnflytjenda, sem hér
kemur talsvert við sögu, ber ekki á góma hjá Sigurði Thoroddsen verk-
fræðingi í nýútkomnum endurminningum hans.
Fjórði og síðasti þáttur er hetjusaga af manni, sem enn lifir, „’Hala-
stjarnan á bolsahimninum’: Hannibal handtekinn í Bolungarvík”. Ef til
vill hnjóta einhverjir um fyrirsögnina og segja, að hvað sem segja megi
um Hannibal, þá hafi hann þó aldrei verið bolsi. En dokum við ögn, þá rifj-
ast það upp, að sú var tíðin, að fæstir ómökuðu sig við að gera skarpan
greinarmun á krötum og bolsum, einkum meðan þeir störfuðu í sama
flokki. Ég minnist þess meira að segja, að 1945 heyrði ég virtan góðborg-
ara í Hafnarfirði tala af ódulinni lítilsvirðingu um bolsa eins og Emil
Jónsson, sem var þá ráðherra í ríkisstjórn Ólafs Thors.
Hafi einhverjir gengið í þeirri dul, að Hannibal Valdimarsson, fyrrum
táðherra, hafi aldrei verið annað en stássstofustjórnmálamaður af þeirri
gerð, sem við þekkjum svo vel um þessar mundir, þá fá þeir hér örugga
vitneskju um annað.
Varla kemur það neinum á óvart, að atvinnurekendur og verkalýðsfor-
'ngjar töluðust tæplega við nema með tvennum hrútshornum á árum
áður. Því fór víðs fjarri að menneins og Tryggi Gunnarsson, Hannes Haf-