Saga - 1985, Síða 330
328
RITFREGNIR
stein, Bjöm Jónsson eða Jón Þorláksson létu eins og þeir tækju verklýðs-
félögum sem sjálfsögðum og eðlilegum hlut. Þvert á móti voru þeir
ósparir á að lýsa vanþóknun sinni á þeim og öllu þeirra athæfi. í rauninni
voru það nazistarnir, sem kenndu borgaralegum stjórnmálaforingjum
hérlendis þau einfoldu sannindi, að þeir gætu sjálfir eflt sína menn til áhrifa
í félagsskap vinnandi fólks. Árið 1925 hefðu ritstjórar Morgimblaðsins
orðið orðvana af undrun og hneykslun, hefði einhver haldið því fram, að
leiðtogar Sjómannafélags Reykjavíkur ættu eftir, er fram liðu stundir, að
verða sauðgæfir samflokksmenn þeirra. En svona er sagan oft háðsk —
eða bara gamansöm.
Af svipuðum ástæðum þætti engum það lengur í frásögur færandi, þó
að Bogesenar Bolungarvíkur vermdu sömu bekki og Hannibal Valdi-
marsson gerir í elli sinni, hvort sem það væri í frímúrarastúku eða öðru
virki velsældar og lífsfyllingar.
í þessum þætti munar minnstu að ein aukapersónan skyggi ögn á kemp-
una Hannibal. Er það síra Páll Sigurðsson, sem virðist ómaklega hafa
gleymzt flestum. Svo er að sjá sem hann hafi verið einn þeirra fágætu
manna, sem aldrei sóttist eftir sviðsljósinu, en forðaðist það ekki heldur,
ef sannfæring hans bauð honum að taka sér þar stöðu, og það allt eins, þó
að hlutverkið væri í senn óþægilegt og óvinsælt.
Vert er að vekja athygli á einu atriði, sem kann að hafa farið fram hjá
mörgum: Það virðist ótrúlega lengi hafa fylgt Hannibal Valdimarssyni,
að andstæðingum hans eða keppinautum hætti til að vanmeta hann,
snerpu hans, baráttugleði og seiglu. Kemur það t.d. fram í ummælum,
sem höfð eru eftir Halldóri Kristinssyni lækni, en síðar átti hið sama sér
þráfaldlega stað meðal margra, sem lentu í átökum við hann, ekki sízt
innan þeirra stjórnmálaflokka, sem hann' átti lengri eða skemmri viðdvöl
í á löngum og litríkum ferli.
Ég hef nú látið hugann reika um gamlar minningar og ný kynni að
loknum lestri ofanskráðrar bókar. Hún var mér að mörgu leyti ánægjuleg
og gagnleg lesning, þó að ég hefði um sumt kosið henni á annan veg
háttað. En ég sé ekki betur en höfundur hafi vel og samvizkusamlega
unnið heimavinnu sína, þó að öðru hvoru gæti þess, að hann er ekki gam-
alkunnugur þeim frumskógi atburða og persóna, sem við sögu hans
koma. Ég trúi ekki öðru en hann eigi eftir að notfæra sér fengna reynslu
og reyna krafta sína á fleiri skyldum viðfangsefnum, þó að þau kynnu að
krefjast notkunar flóknari heimilda og vörðuðu eftil vill ekki jafneldfim
tilfinningamál og hér er gripið á.
Bergsteinn Jónssoti