Saga - 1985, Blaðsíða 331
RITFREGNIR
329
Tómas Pór Tómasson: HEIMSTYRJALDARÁRIN Á
ÍSLANDI 1939-1945. Tvö bindi. Örn og Örlygur, Rvík
1983 og 1984, 171 og 185 bls. Myndaskrár, tilvitnanir og
athugasemdir, heimildaskrá, nafnaskrá.
Rit það sem hér um ræðir er fyrsta ritið í fyrirhugaðri ritröð um íslenska
samtímasögu, sem bókaútgáfan Örn og Örlygur hyggst gefa út á næstu
árum. Næsta verk í flokknum mun vera í undirbúningi og er því ætlað að
fjalla um kreppuárin. Heimstyrjaldarárin á íslandi er í tveimur bindum og
tekur fyrra bindið til tímabilsins frá ársbyrjun 1939 til hausts 1942, en
síðara bindinu lýkur með umfjöllun um nýsköpunarstjórn, lýðveldis-
stofnun og sjötíu blaðsíðna kafla um efnahags- og atvinnumál á styrjaldar-
árunum.
Segja má að búningur og ytri einkenni þessa rits séu nokkuð óvenjuleg
og á því verulegur blaðablær. Ritið er í allstóru broti og hverri síðu skipt
í þrjá dálka. Kaflafyrirsagnir og millifyrirsagnir eru ærið stórkarlalegar.
Þá er í ritinu aragrúi ljósmynda, sem margar hverjar hafa ekki birst
íslenskum lesendum fyrr, og eru þær höfuðstyrkur ritsins, þótt víða sé full
ósparlega með þær farið. Margar myndanna segja miklu meiri sögu en
langur texti. Nægir að nefna margar loftmyndir af Reykjavík og mynd
(I, 53), sem sýnir íslenska löggæslumenn á skotæfmgu uppi í sveit þar sem
þjálfarinn er brynjaður tvíþumla ullarvettlingum! Oft er textinn rofinn af
innskotsgreinum ýmiss konar, tilkynningum frá innlendum og erlendum
valdhöfum, fréttaklausum og allvíða eru löng innskot, t.d. varðandi
rnenningardeilur og frásagnir af hættusiglingum á tundurduflaslóðum.
Fyrra bindi Heims'tyrjaldaráranna á íslandi skiptist í sex kafla og hefst á
lýsingu á stjórnmálaástandinu í landinu, kynningu á stjórnmálaflokkum
og forystumönnum þeirra. Þá segir frá átökum innan og milli flokka, sem
lyktar með myndun þjóðstjórnarinnar. Síðan er greint frá gangi styrjald-
arinnar fyrsta styrjaldarveturinn og njósnum Þjóðverja á íslandi og við-
brögðum íslendinga við þeim. Þá segir afhernámi Danmerkur og Noregs
og óskum Breta um aðstöðu sér til handa á íslandi, sem íslensk stjórnvöld
svöruðu með tilvísun í hlutleysisyfirlýsinguna frá 1918. Fram kemur að
breska ráðamenn greindi á í afstöðu sinni til íslands, hvort reyna skyldi
samninga eða fara leið flotamálaráðuneytisins og hernema landið. Fram
kemur í niðurlagi annars kafla að þrátt fyrir bollaleggingar Þjóðverja um
innrás í ísland, voru þvílíkir annmarkar á slíkri aðgerð að raunveruleg inn-
rásarhætta mun aldrei hafa vofað yfir, hvorki fyrir né eftir hernám Breta.
Þriðji kaflinn fjallar um hernámið sjálft, viðbrögð íslendinga og sam-
búð landsmanna og hersins. Þar kemur fram að á fyrstu tveimur mán-
uðum hernámsins hafi komið til landsins rúmlega 20 þúsund hermenn og
að fjölmennastir hafi Bretar á íslandi verið um 25 þúsund. Þetta er þvert