Saga - 1985, Page 332
330
RITFREGNIR
ofan í hugmyndir bæði íslendinga og Bandaríkjamanna á þessum tíma og
skýrist annars vegar af því að Bretar hafa þóst vera fleiri en þeir voru og
svo hinu að braggabyggingar þeirra virðast hafa verið langt umfrarn þarfir
25 þúsund manna, en alls voru fluttir um 20 þúsund braggar frá Bretlandi
(I, 63). Hitt er annað að flestir urðu bandarískir hermenn í landinu árið
1943, en þá voru þeir 60 þúsund. Ennfremur er í þriðja kafla greint frá við-
brögðum herstjórnarinnar við skrifum Þjóðviljans um herinn og ýmsu
honum viðvíkjandi, en þeim lyktaði með handtöku ritstjórnar blaðsins og
brottflutningi úr landinu. Þessi viðburður vakti hörð viðbrögð alls þorra
landsmanna og var handtökunni mótmælt af alþingi sérstaklega, þar sem
Einar Olgeirsson átti að njóta þinghelgi sinnar. Höfundur lætur þess hins
vegar ógetið að umræður höfðu áður orðið í ríkisstjórninni urn hugsan-
legar aðgerðir gagnvart skrifum Þjóðviljans og að þar beitti Stefán Jóhann
Stefánsson sér sérstaklega í því máli en Ólafur Thors andæfði.1 Alþýðn-
blaðið var enda nokkuð sér á parti í málflutningi um þetta mál.
Fjórði kaflinn heitir „Þjóðstjórn og verkalýðshreyfing" og er þar
einkum íjallað unr kjaradeilur áranna 1939 til 1941, átökin um Alþýðu-
sambandið og tengsl þess við Alþýðuflokkinn. Einnig er gerð grein fyrir
sérstöðu sósíalista, sem túlkuðu styrjöldina með nokkuð öðrum hætti en
almennt gerðist, einkum í ljósi griðasáttmála Hitlers og Stalíns frá
suntrinu 1939. Sósíalistar einangruðust enn frekar í kjölfar finnska vetrar-
stríðsins, sem aftur átti sinn þátt í brotthvarfi Héðins Valdimarssonar og
félaga úr Sósíalistaflokknum. í stuttum kafla er skýrður undanfari þess að
Bandaríkjamenn leystu Breta af hólmi hér á landi, lýst afstöðu Banda-
ríkjamanna til styrjaldarinnar, einangrunarstefnunni og þeirri breytingu
sem smám saman varð á stefnu Bandaríkjamanna og birtist berlega í her-
verndarsamningnum við íslendinga og komu Bandaríkjahers í júlí 1941.
í því ljósi er undarleg fullyrðing og óskýrð að í desember sama ár „höfðu
ráðamenn í Bandaríkjunum komist að þeirri niðurstöðu að Bandaríkja-
menn ættu að hefja þátttöku í orrustunni um Atlantshaf til að verja eigin
hagsmuni og öryggi" (I, 124). Tengt þessu er að skýringar skortir að
nokkru leyti á því hvers vegna Bandaríkjamenn voru svo fjarhuga því sem
raun ber vitni að taka samningalaust sæti Breta á íslandi. Bandaríkjaforseti
átti allt sitt undir kjósendum og hefði óneitanlega staðið sýnu verr að vígi
gagnvart cinangrunarsinnum ef hann hefði ekki haft íslenskt „boðskort"
upp á vasann. Boðskort íslendinga var hins vegar engan veginn eiginlegt
heimboð, heldur „gerði íslenska ríkisstjórnin sér grein fyrir því að ekki
var um annað að ræða en að fara að vilja stórveldanna“ (I, 132). Rangt er
að tala um „samningamakk" í þessu sambandi, heldur var um það að ræða
1. Stefán Jóhann Stefánsson: Minningar. Fyrra bindi. Rvík 1966, 184.