Saga - 1985, Blaðsíða 333
RITFREGNIR
331
að ríkisstjórnin sætti lagi og fékk ákveðnum skilyrðum fullnægt, sem ekki
hefðu fengist að öðrum kosti, en mjög ólíkar túlkanir er að finna á þessum
viðburði í nýlegum ritum.2
Síðasti kafli fyrra bindis fjallar einkum um atburði ársins 1942, þegar
þjóðstjórnin kvarnast sundur og fer loks frá, kosningar og stjórnarskrár-
breytingar, en mestu rúmi er varið í frásagnir af kjarabaráttunni þetta ár
og þeim miklu sigrum sem verkalýðshreyfingin vann. Þeim brestum sem
komuíþjóðstjórninahaustið 1941 eru gerð mjög óljós skil, t.d. hvað vakti
fyrir framsóknarmönnum með kröfunni um lögbindingu kaupgjalds í
október, þegar fyrir lá annars vegar að verk^lýðshreyfingin hugðist ekki
segja upp samningum og hins vegar að slík lögbinding naut ekki meiri-
hlutafylgis á þingi. 1 kjölfar þess að málið var fellt á þingi hófst mjög kyn-
leg saga, sem byrjaði með lausnarbeiðni Hermanns Jónassonar. Stjórninni
var veitt lausn, en hún sat áfram uns hún var endurnýjuð óbreytt mánuði
síðar án þess að dýrtíðarmálin væru á nokkurn hátt leyst. Þá gerðist það,
aðeins tveimur dögum eftir endurnýjun stjórnarinnar, að starfsfólk
Mjólkursamsölunnar bar fram kröfur um launahækkun. Eftir að samn-
ingar höfðu tekist milli Samsölunnar og starfsfólksins var ljóst að kaup-
gjaldsvísitalan ryki upp samfara hækkun á mjólkurvörum; þar með fór sú
kaupkrafnaskriða af stað sem allir óttuðust og sjálfstæðismenn tóku að
hallast að sjónarmiðum framsóknarmanna um lögbindingu. Hin frægu
gerðardómslög voru síðan sett 8. janúar 1942 og gekk Stefán Jóhann
Stefánsson þá úr stjórninni. Allt þetta leiddi til samstöðu sósíalista, krata
og verkalýðshreyfingarinnar og hinna heiftarlegu átaka ársins á vinnu-
markaði og kjördæmamálsins, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn studdi
breytingarnar, hvað sem öllum „eiðrofum" líður.3 Þessari sögu allri er illa
fylgt eftir í ritinu og sérstaklega skortir á að stefna framsóknarmanna
mánuðina fyrir áramótin sé skýrð, en hún hlýtur óneitanlega að teljast
vendipunktur þessara mála. Eins kemur alls ekki nógu skýrt fram að innan
Sjálfstæðisflokksins voru alla tíð mjög skiptar skoðanir um aðildina að
þjóðstjórninni og að flokksforystan mátti hafa sig nokkuð í frammi við að
halda utan um flokkinn, sérstaklega var það „Vísisarmurinn" sem var í
andstöðu við flokksforystuna; kom sú andstaða enn frekar upp gegn
nýsköpunarstjórninni.
Síðara bindi ritsins greinir í sjöunda og tíunda kafla einkum frá sam-
bandsslitunum við Dani og þeim deilum sem um þau urðu. Þá er verulegu
rúmi varið í að skýra frá afstöðu Bandaríkjamanna til málsins, en afskipti
2- Einar Olgeirsson: ísland ískugga heimsvaldastefnuimar. Jón Guðnason skráði. Rvík
1981, 206-12. Matthías Johannessen: Ólafur Thors. Ævi ogstörfl. Rvík 1981,326-
42.
3- Matthías Johannessen: Tilvitnað rit, 326-42.