Saga - 1985, Page 334
332
RITFREGNIR
þeirra réðu úrslitum um að lýðveldisstofnuninni var frestað fram á árið
1944. í því máli var Bandaríkjastjórn í nokkurri klemmu því hún hafði
árið 1941 viðurkennt fullveldi íslands og heitið algjöru afskiptaleysi af
innanríkismálum landsins. Bandaríkjastjórn óttaðist að sambandsslit
yrðu notuð til áróðurs gegn Bandaríkjunum í Evrópu og sérstaklega í
Danmörku, en gagnvart Dönum urðu Bandaríkjamenn að fara varlega,
því þeir voru þá búnir að hreiðra um sig á Grænlandi og staða þeirra þar
yrði ótrygg ef hægt yrði að „kenna þeim um“ hvernig fór um þá dönsku
eyju ísland. Þetta kemur ekki fram í ritinu. Deilurnar milli „lögskilnað-
armanna" og „hraðskilnaðarmanna“ eru einnig kynntar, en hvergi örlar á
þeirri skoðun að aldrei hafi orðið „þrengra um skoðanafrelsi á íslandi, en
meðan skilnaðarmálið við Dani var á dagskrá.“4 Allir helstu fjölmiðlar
landsins, að Alþýðublaðinu undanskildu, beittu sér fyrir vagn „hraðskiln-
aðarmanna", raddir hinna var reynt að kæfa. Svo virðist sem skilnaðar-
málið hafi að nokkru leyti orðið kosningamál þar sem enginn flokkur vildi
vera öðrum síðri og svipar að því leyti til landhelgismála síðasta áratugar.
Hitt er ljóst, að innan „hraðskilnaðarflokkanna" var mikil andstaða gegn
stefnu þeirra í málinu, svo mikil innan Sjálfstæðisflokksins að engu var
„líkara en jörðin skylfi undir fótum þeirra“ Bjarna og Ólafs þegar sumir
nánir samstarfsmenn gerðu atlögu að þeim.5
í áttunda kafla greinir frá komu Bandaríkjamanna til landsins, gangur
stríðsins nokkuð rakinn og hernaðargildi íslands tíundað. Þá segir frá
samskiptum hermanna og íslendinga og ástandsmálum að sjálfsögðu gerð
nokkur skil. Hernaðarstaða íslands breyttist nokkuð eftir að Þjóðverjar
hófu innrásina í Sovétríkin íjúnílok 1941, þar sem landið varð griðastaður
skipa á leið til og frá Sovétríkjunum. Eins töldu bandamenn að hættan á
þýskri innrás í landið hefði minnkað eftir að Þjóðverjar sneru sér í austur.
Fram kemur einnig hvar sérfræðingar Bandaríkjahers töldu mesta hættu á
þýskri innrás í landið og varð viðbúnaður til landvarna mestur þar. Mest
hætta var talin búin suðvesturhorninu, m.a. vegna hafnarskilyrða, legu
höfuðborgar og loftskeytastöðvar þar. Ástandsumfjöllunin er prýdd
nokkrum myndum og er mjög í hefðbundnum ástandsumfjöllunaranda;
höfundur hefði mátt nýta sér frásagnir Hendriks Ottóssonar, sem gjörla
þekkti til annarrar hliðar ástandsmálanna en þeirrar sem að jafnaði snýr
fram.6
Níundi kaflinn fjallar einkum um stjórnarkreppu ársins 1942, sem lykt-
aði með skipun utanþingsstjórnarinnar og er stuttlega gerð grein fyrir
4. Hannibal Valdimarsson: Bamifærð sjónarmið. Rvík 1983, 11.
5. Matthías Johannessen: Tilvitnað rit, 359-60.
6. Hendrik Ottósson: Hvíta stríðið. Vegamót og vopnagnýr. Rvík 1980.