Saga - 1985, Side 353
Um frágang efnis í Sögu
Öll handrit skulu vcra vélrituð á pappír af stærðinni A 4; einungis skal rita
öðrum megin á hvert blað. Aðeins er tekið við skýru frumriti eða mjög skýru
Ijósriti. Munið að skipta um borða í ritvélinni eftir þörfum og gleymið ekki að
nota leiðréttingalakk og -miða.
FASTAR REGLUR
Iimdregið efni. Allar dlvitnanir, sem eru fullar þrjár línur að lengd og lengri,
skulu vera inndregnar um sex slög í handriti. Ætla má að sem næst 60 slög hið
minnsta rúmist í línu í vélrituðu handriti (spássía 5 sm) og dlvitnanir umfram
180 slög skulu því vera inndregnar. Ekki skal auðkenna inndregið efni með til-
vitnunarmerkjum. Línubil er hér hið sama og í óinndregnum texta. Til greina
getur komið að rjúfa langar tilvitnanir með innskotum, svo sem skýringum,
og getur þá hver inndregin klausa orðið styttri en að ofan er lýst.
Undirstrikað sé allt sem skal skáletra í hinum prentaða texta; hvorki er notað
feitt letur né gleiðletur og hásteflingar (lágir hástafir, þ.e. lágir upphafsstafir) í
prentaða textanum nema sérstaklega þurfi með vegna efnis. Skáletrun er oftast
notuð í áhersluskyni. Að öðru leyti er ætlast til að heid bóka, ritraða, blaða og
tímarita séu skáletruð í megintextanum í samræmi við það sem tíðkast í
heimildaskrám (sjá hér á eftir) en heiti ritgerða einkennd með gæsalöppum á
sama hátt og þar er gert. Mannanöfn skulu ekki skáletruð aðjafnaði en nrælt er
með að nöfn erlendra manna séu skáletruð þegar þeirra getur í fyrsta sinn cnda
sé tilgreint bæði fornafn (eða ígildi þess) og efdrnafn.
Styttingar skulu menn forðast, t.d. Danm., og hafa skammstafanir í hófi,
a.m.k., o.fl., e.t.v. Einnig má rita atnk., ofl. etv. Stofnanir, félög og fyrirtæki
skal skammstafa með.upphafsstöfum einurn: KFUM, IOGT, Hl.
Neðantnálsgreinar. Tilvísanir til heimilda skulu vera eins margar og þurfa þykir,
fremur fleiri en færri. Þær skulu hafa samfellda tölumerkingu, ? o. áfr., og vera
á sérblaði með sama línubili og megintexdnn. í prentaða textanpm verða þær
neðanmáls með smærra letri. í greinum, sem eru 25 vélritaðar síður og lengri,
skal vera sjálfstæð tölumerking innan hvers aðalkafla, jafnan skal byrjað á I að
nýju. Tilvísunartölur skulu standa ofan við línu í megintexta. Athugið vel að
ekki skal annað standa í neðanmálsgreinum en dlvísanir til heimilda og mjög
stuttar skýringar eða athugasemdir. Neðanmálsgreinar, senr eru fimm línur í
vélriti og lengri, skulu settar aftanmáls en til þeirra skal vísað neðanmáls.