Saga - 1985, Page 354
352
UM FRÁGANG EFNIS í SÖGU
Tilvísanir skulu vera stuttar en skiljanlegar þorra lesenda. Dæmi:
Árni og Páll: Jarðabók VI (1938) 153.
Eggert og Bjarni: Reise II (1772) 999.
Eggert og Bjarni: Ferðabók I (1943) 76.
Jón Jóhannesson: íslendingasaga I (1956) 36.
Sturlunga I (1946) 49.
Ekki skal nota op.cit. og loc.cit. með heiti höfundar og óþarfi virðist að notaf
ff, passim, ibid.\ fer betur á að nota samsvarandi íslenskar styttingar, o.áfr., o.v.,
sama.
Fullir titlar og undirtitlar skulu vera í heimildaskrá sem höfð skal aftanmáls.
Finna skal rit í heimildaskrá eftir fyrsta orði í tilvísun (Ferðabók Eggerts og
Bjarna komi undir Eggert en ekki Ferðabók í heimiidaskránni). íslenskum höf-
undum skal raðað í stafrófsröð eftir fornöfnum íheimildaskrána. Tilgreina skal
fullt heiti höfundar og rits eða greinar en jafnan mun vera óþarfi að geta bóka-
forlaga, innlendra og erlendra. Heiti ritgerða skal einkenna með gæsalöppum
en bóka og tímarita með undirstrikun. Kjósi menn að sleppa heimildaskrá skal
tilvísun til rita, sem getur í fyrsta sinn neðamáls, vera með þeim hætti sem ella
væri í heimildaskrá. Þeim sem ekki hafa tileinkað sér fastar reglur um þessi efni
skal bent á rit Gunnars Karlssonar, Baráttima við heimildimar. Reykjavík 1982,
bls. 78-80, 85-88. (Ritsafn Sagnfræðistofnunar 7.)
Efniskynning skal standa í upphafi hverrar greinar að jafnaði, mest tíu línur eða
allt að 600 slög. Hér skal höfundur segja frá helstu úrlausnarefnum í grein sinni
þannig að lesandi geti strax séð hvort hún eigi erindi til hans, sé á áhugasviði
hans.
Útdrœttir skulu fylgja greinum og vera ein til tvær blaðsíður að lengd.
Ritdómar. Ætlast er til að bókfræðilegar upplýsingar um þær bækur sem rýndar
eru séu rækilegar, t.d. skal getið um bókaforlag (útg.), blaðsíðufjölda, myndir
og skrár. Dæmi um kynningu rits í upphafi ritdóms (inndráttur sé 12 slög):
ÁRBÓK ÍSLANDS 1981. HeimirÞorleifssontóksaman. f Almanak um
árið 1983 (Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags. 109. árgangur.) Utg.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins. Reykjavík 1982.
Bls. 93-167, myndir, töflur.
Um frágang handrits að öðru leyti er þess helst að geta að línubil skal vera eitt
og hálft fyrir allan texta, þ.e. valið skal miðbilið á venjulegri ritvél. Þetta gildir
líka fyrir inndregið efni.
ÖNNUR ATRIÐI
Um önnur atriði gilda ekki fastar reglur en ritstjórn ætlast til að samræmis sé
gætt og áskilur sér rétt til að samræma eftirtalin atriði sjái hún ekki að höfundur
fylgi neinum föstum reglum: