Saga - 1985, Qupperneq 357
Aðalfundur Sögufélags 1985
Aðalfundur Sögufélags var haldinn í veitingahúsinu Duus í Fischersundi laug-
ardaginn 27. apríl 1985 og hófst kl. 2 e.h. Á fundi voru um 80 félagsmenn.
Forseti félagsins, Einar Laxness, setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
Minntist hann þeirra félagsmanna, sem stjórninni var kunnugt um, að látizt
hefðu frá síðasta aðalfundi. Peir voru eftirtaldir: Arnkell J. Einarsson vega-
eftirhtsmaður, Bárður Jakobsson lögfræðingur, Brynjar Valdimarsson læknir,
Gísli Gestsson safnvörður, Ingólfur Jónsson, fyrrv. ráðherra, Marteinn M.
Skaftfells kennari, Matthías Guðfinnsson Reykjavík, Ragnarjónsson forstjóri,
Siggeir Lárusson, Kirkjubæjarklaustri, Sigurður Kristinsson framkvæmda-
stjóri, Sigvaldi Hjálmarsson rithöfundur og Þórhallur Sæmundsson, fyrrv.
bæjarfógeti. Fundarmenn heiðruðu minningu hinna látnu félagsmanna með
því að rísa úr sætum.
Forseti tilnefndi Sólrúnu B. Jensdóttur sem fundarstjóra og Má Jónsson
fundarritara.
Skýrsla stjómar. Forseti flutti yfirlitsræðu um störf félagsins frá því síðasti
aðalfundur var haldinn, 28. apríl 1984'. Hinn 31. maí hafði stjórnin komið
saman til fyrsta fundar og skipt með sér verkum skv. félagslögum. Forseti var
endurkjörinn Einar Laxness, gjaldkeri Heimir Þorleifsson, og nýr ritari tók við
störfum, Sigríður Th. Erlendsdóttir; aðrir aðalstjórnarmenn voru Anna
Agnarsdóttir og Ólafur Egilsson; varamenn voru Guðmundur Jónsson og
Halldór Ólafsson, sem ávallt voru boðaðir til stjórnarfunda, ásamt ritstjórum
Sögu, Helga Þorlákssyni og Sigurði Ragnarssyni. Á tímabilinu voru haldnir
sex stjórnarfundir, en auk þess voru ótaldar stundir, þar sem stjórnarmenn hafa
borið saman bækur sínar um málefni félagsins. Afgreiðslan var sem fyrr í
Fischersundi undir daglegri stjórn Ragnheiðar Þorláksdóttur.
Síðan gat forseti um þau rit, sem út komu á liðnu stjórnartímabili:
„Saga, tímarit Sögufélags, 1984, 22. bindi, kom út um s.l. áramót í ritstjórn
Helga Þorlákssonar og Sigurðar Ragnarssonar, en Helgi tók við ritstjórn á s.l.
ári í stað Jóns Guðnasonar. Saga var stór bók að vöxtum, 407 bls. Fylgdi þar
með félagaskrá. í Sögu eru greinar og ritgerðir eftir 10 höfunda, auk fjölda rit-
dóma um nýútkomnar bækur um sagnfræðileg efni. Saga er með nokkuð nýju
yfirbragði, bæði að því er varðar hönnun kápu og letur ritsins. Félagið keypti
á s.I. ári nýja ritvinnslutölvu, og var allt efni ritsins sett á tölvuna af nýjum
starfsmanni, Auði G. Magnúsdóttur, en síðan var Ijóssetning, umbrot, filmu-
vinna, prentun og band unnið af ísafoldarprentsmiðju. Það tók sinn tíma að
aðlaga sig nýjum vinnubrögðum, og þegar til viðbótar kom hið langa verkfall
bókagerðarmanna í september og október s.l., varð óhjákvæmilega seinkun á
útkomu Sögu, svo að ritið varð ekki tilbúið fyrr en um síðustu áramót. Þetta