Saga - 1985, Síða 358
356
AÐALFUNDUR SÖGUFÉLAGS 1985
var að sjálföögðu bagalegt, svo vel sem tekizt hafði að vinna upp útgáfutímann
á undanförnum árum, þ.e. láta ritið koma út snemma hausts. Lögð verður
áherzla á að lagfæra þetta á yfirstandandi ári. Nýr starfsmaður hefur verið ráð-
inn til að vinna að tölvusetningu, Steinunn Ósk Guðmundsdóttir, sem tók við
snemma á þessu ári, og er hún þegar byrjuð að setja efni í Sögu.
Landsyfirréttardómar og hœstaréttardómar í íslenzkum málum, 1802-1873, 10.
bindi, kom einnig út skömmu eftir síðustu áramót. í þessu bindi eru dómar
Landsyfirrcttarins, arftaka hins gamla alþingis, fram til þess tíma, að farið var
að gefa þá út árlega, eða frá 1874; áður höföu einungis verið prentaðir kaflar úr
dómum í blöðum. Auk þess eru birtir dómar Hæstaréttar í Kaupmannahöfn í
íslenzkum málum. í þessu nýja bindi, sem að meginmáli er 351 bls., eru auk
þess málaskrá, nafnaskrá, lagastaðir, sem til er vitnað, og efnisskrá á 71 bls. Sjö
fyrstu bindi dómasafnsins komu út í heftum á árunum 1916-1955; höföu
umsjón með þessum bindum, hvor eftir annan, Klemens Jónsson og Einar
Arnórsson. 8.-9. bindi komu út í heilu lagi 1959 og 1965, bæði í umsjón
Ármanns Snævarr, sem einnig hefur séð um þetta nýútkomna bindi. Útgáfan
lá niðri vegna fjárskorts í hartnær 20 ár. Stóð raunar til, að hún færi alfarið til
fsafoidarprentsmiðju, en sá aðili mun ekki hafa treyst sér til að halda verkinu
áfram, þegartil kom. Með fjárstyrk úr Þjóðhátíðarsjóði, sem hérberaðþakka,
hefur tekizt að þoka þessu verki áleiðis, Svo að einungis eitt bindi er eftir. Er
það tilbúið í handriti og mun væntanlega koma út áður en á löngu líður. Þar
með sér fyrir endann á þessu verki, sem verið hefur á dagskrá Sögufélags í nær
70 ár. Prentsmiðjan Hólar hefur sett og prentað 10. bindi.“
Forseti greindi því næst frá þeim verkefnum Sögufélags, sem nú eru í undir-
búningi og vænta mætti á komandi stjórnartímabili:
„Saga, 23._bindi, fyrirárið 1985, erífullumgangiundirsömuritstjórn. Setn-
ing er þegar hafin, og efað líkum lætur, mun ritið koma snemma hausts. Rætt
hefur verið um möguleika á breytingu á útgáfunni, þ.e. með útgáfu fleiri hefta
en eins á ári, þar sem ávallt er meira framboð efnis en hægt er að anna með
núverandi fyrirkomulagi. Gæti það aukið fjölbreytni og orðið frekari lyfti-
stöng sagnfræðirannsókna og e.t. v. boðið frekar upp á efni, sem væri meira við
almenningshæfi en nú er. Allt er þetta í deiglunni, enda þarf að huga vel að f]ír-
hagsmálunum. í þessu sambandi veltur talsvert á, að allir félagsmenn bregðist
skjótt við, þegar Saga kemur út og inni af höndum félagsgjald sitt. Það er sú
kjölfesta, sem félagið byggir á, og viðbrögð manna við Sögu eru mælikvarði á
gengi Sögufélags meðal almennings í landinu.
í Safni Sögufélags, sem útgáfa hófst á haustið 1983 með ritinu ísland eftir
Tékkann Daníel Vetter, mun væntanlega koma út á þessu ári 2. bindi. Þetta er
hið merka rit Crymogcea (ísland) eftir Arngrím Jónsson lærða, sem hann ritaði
á latínu og prentað var í Hamborg árið 1609. Hefur dr. Jakob Benediktsson
þýtt þá kafla, sem honum sýndist, að vert væri sérstaklega að kæmu fyrir sjónir
íslenzkra lesenda. Má Sögufélag fagna því happi, að fróðasti maður á þessu
sviði skuli hafa fengizt til að vinna að útgáfunni. Um þctta rit hefur prófessor
Jón Helgason m.a. sagt eftirfarandi: