Saga - 1985, Qupperneq 359
AÐALFUNDUR SÖGUFÉLAGS 1985
357
Crymogæa er aðalrit Arngríms. Með þeirri bók varð hann við þeim
óskum sem drepið var á við hann fyrr, að semja rit þar sem útlendingar
gætu fengið heillega vitneskju um ísland. Samt er Crymogæa hvorki
lýsing lands né þjóðar, heldur umfram allt saga íslendinga. Amgrímur
Jónsson er sá maður á síðari öldum sem fyrstur gerir tilraun til að rita þá
sögu samfellda. ... Höfundur vill kynna öðrum þjóðum hverskonar
fólk íslendingar séu; við erum ekki þeir ræflar og aumingjar sem sumir
ykkar hafa viljað gera okkur; öðru nær.
Af þessu má sjá, að mikill fengur er að útgáfu Crymogæu og sætir tíðindum,
þegar fslendingar fá í hendur rit um sögu sína, sem fram að þessu hefur verið
þeim að miklu leyti lokuð bók, og í raun verið að lokast enn frekar, þegar sú
staðreynd er höfð í huga, að máli hinna lærðu manna á fyrri tíð, latínunni,
hefur verið þokað burt úr íslenzkum skólum, illu heilli. Crymogæa er þegar
fullsett í tölvu félagsins. Ritið hefur hlotið styrk úr Þýðingarsjóði, og ber að
þakka þann stuðning. Stefnt verður að því að halda þessari ritröð áfram, en of
snemmt að geta, hvað tekið verður fyrir næst.
Safn til sögu Reykjavíkur, 6. bindi, mun væntanlega koma út á þessu ári, en
5. bindi, Ómagar og utangarðsfólk, kom út 1982. Hefur Sögufélag átt samvinnu
vfð Reykjavíkurborg um þessa útgáfu frá 1968 og notið þaðan Qárstyrks. Er
þess að vænta áfram eftir viðræður fulltrúa félagsins við borgarstjórann í
Reykjavík. 6. bindið í Saftii til sögu Reykjavíkur nefnist Sveitin við Sund.
Búskapur í Reykjavík 1870-1950. Höfundur er Þórunn Valdimarsdóttir cand.
mag., sem.samdi ritgerð um þetta efni til kandídatsprófs í sagnfræði við
Háskóla íslands, og hefur unnið að endurgerð hennar til útgáfu að undanfornu.
Er skemmtilegt til þess að vita, að aðalhvatamaður þess, að Þórunn tók þetta
efni til rannsóknar, var dr. Björn Þorsteinsson, fyrrv. forseti Sögufélags.
Hefur höfundur hlotið styrk til verksins úr Vísindasjóði, frá Jarðræktarfélagi
Reykjavíkur og fleiri aðiljum. Sveitin við sund er þegar komið til setningar í
tölvu félagsins, og ætti fátt að vera því til fyrirstöðu, að ritið komi út á haust-
dögum.
Alþingisbækur íslands eru viðamesta heimildarritið, sem Sögufélag hefur
gefið út á löngum starfsferli. Þessar gerðabækur hins forna alþingis, sem ná frá
síðari hluta 16. aldar til loka þingsins árið 1800, eru einhverjar merkustu frum-
heimildir síns tíma í sögu íslendinga. Þegar eru komin út 15 bindi, hið síðasta
snemma árs 1983. Tvö eru eftir og er 16. bindi nú langt komið í vinnslu í útgáfu
Gunnars Sveinssonar, sem nokkur síðustu binda, og er það unnið í Prentsmiðj-
unni Steinholti. Alþingi hefur að mestu staðið fjárhagslegan straum af útgáf-
unni undanfarin ár, sem skipti raunar sköpum fyrir Sögufélag, enda sannarlega
ekki vanþörfá, því að þessi útgáfa hefur verið í gangi allt frá árinu 1912. Standa
vonir til þess, að 16. bindi komi út á næsta stjórnartímabili, ef svo fer fram sem
horfir.“
Forseti gerði síðan grein fyrir nokkrum ritum, sem í undirbúningi væru,
þótt ekki væri unnt að fullyrða nákvæmlega um útgáfutíma:
„Stjórn félagsins hefur mikinn áhuga á að gefa út í íslenzkri þýðingu