Saga - 1985, Blaðsíða 360
358
AÐALFUNDUR SÖGUFÉLAGS 1985
doktorsritgerð Gísla Gunnarssonar, sem hann varði í Lundi árið 1983, og
samin var á ensku: Monopoly Trade and Economic Stagnation. Studies in the For-
eign Trade of Iceland 1602-1787. Er hér um efni að ræða, sem mikil nauðsyn er
á að koma út í íslenzkri gerð, enda stefnir höfundur að því að þýða ritið og
endurskoða eftir því sem honum þykir ástæða til vegna íslenzkra lesenda. Pró-
fessor Sveinbjörn Rafnsson hefur ritað allýtarlegan ritdóm um þetta verk í síð-
asta bindi Sögu, þar sem hann telur „að hér sé komið verk sem sé einkar áhuga-
vert öllum íslendingum sem hugleiða cfnahagsmál þjóðar sinnar í fortíð og
nútíð. Margt er hér auðvitað umdeilanlegt og vakið máls á mörgu sem frekari
umræðu og athugunar þarf við. Það er einnig skoðun undirritaðs, að ritið
verðskuldi að koma út á íslensku og sé það í rauninni töluvert hagsmunamál
íslenskri menningu og þjóðlíff'.
Við þetta skal aðeins bætt, að til þessarar útgáfu þarfað koma fjárhagslegur
stuðningur, og standa vonir til þess, að Þýðingarsjóður styrki útgáfu þessa
athyglisverða rits, svo að Sögufélag megi gefa það út, eigi síðar en á næsta ári,
ef vel tekst til.
Fyrir nokkrum árum gaf Sögufélag út eitt bindi Sýslu- og sóknalýsinga
1839-1843, sem gerðar voru um allt land að tilhlutan Hafnardeildar Bók-
menntafélagsins. Var það lýsing Árnessýslu. Tókst sú útgáfa í alla staði vel, og
mun þetta bindi nú nær uppselt. í framhaldi af því hefur Sögufélag hugað
nokkuð að þeim sýslulýsingum, sem enn eru óútgefnar. Þ.á m. er lýsing
Skaftafellssýslna, en uppskrift hennar var gerð fyrir allmörgum árum af Guð-
rúnu Þorvarðardóttur að tilhlutan Skaftfellingafélagsins í Reykjavík. Hefur
Jón Aðalsteinn Jónsson orðabókarritstjóri léð máls á því að vinna að þessari
útgáfu; raunar talaðist svo til fyrir þremur árum, þótt ekki hafi verið hafizt
handa af ýmsuni orsökum fyrr en nú. Hefur Sögufélag þegar hlotið nokkurn
styrk frá Menningar- og framfarasjóði Sparisjóðs Vestur-Skaftfellinga, og von
er um frekari stuðning til verksins. Fleiri sýslulýsingar eru óútgefnar og hafa
verið til umræðu, m.a. lýsing Dalasýslu og Múlasýslna, en óráðið á þessu stigi
um útgáfu.
Landsnefndarskjöl 1770-1771, 1.-2. bindi komu út á árunum 1958-1960. Fáist
styrkur úr Vísindasjóði, sem sótt hefur verið um nú á þessu ári, má vænta þess,
að skriður getið komizt á málið, þar sem einnig hefur fengizt vilyrði frá Helga
Skúla Kjartanssyni fyrir því, að hann taki að sér að leiða þetta rit til lykta.
Út eru komin sjö bindi verksins Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns í
útgáfu Hins íslenzka fræðafélags í Kaupmannahöfn, sem Sögufélag hefur
umboð fyrir. Fjallar 7. bindið um Isafjarðarsýslur og Strandasýslu. 8. bindi,
sem tekur yfir Húnavatnssýslur, er væntanlegt á næstunni. Má vænta þess, að
á einu til tveimur árum verði verk þetta í hö'fn, en bindin eru 11 alls, eins og
kunnugt er. Síðan mun 12. bindið innihalda ýmis skjöl varðandi Jarðabókina,
sem hafa ekki áður verið prentuð."
Forseti Sögufélags, Einar Laxness, lauk skýrslu sinni með eftirfarandi
orðum:
„Félagsmenn Sögufélags munu nú vera um 1500 talsins, eða svipuð tala og