Saga - 1985, Side 361
AÐALFUNDUR SÖGUFÉLAGS 1985
359
undanfarin ár. Þess ber þó að geta, að mun meiri brögð eru að því nú, að tíma-
ritið Saga sé ekki lcyst út í pósti. Vafalaust raeður hér meira bág efnahags-
afkoma en minnkandi áhugi á starfsemi félagsins. Hann getur samt vissulega
verið fyrir hcndi og fátt við því að segja, enda tímarnir kannski ekki ýkja hall-
kvæmir slíkri menningarstarfsemi, sem við berum fyrir brjósti. Ekki skal þó
láta deigan síga við erfiðar aðstæður, heldur safna liði til öflugri átaka í þágu
málefnis okkar, varðveizlu og útgáfu hins sögulega arfs, sem hlýtur einlægt að
vera ein meginundirstaða þess, að við megum lifa í þessu landi sem íslenzkt
fólk með sín sérkenni og óbrenglaða þjóðarvitund.
Að svo mæltu leyfi ég mér að þakka öllum félagsmönnum hlut þeirra í starf-
semi Sögufélags á liðnum árum og það traust, sem okkur stjórnarmönnum
hefur verið sýnt. Meðan bakhjarlinn er sá, sem hann er, þarf ekki að örvænta.
Ég færi samstarfsfólki mínu í stjórn félagsins, verzlunarstjóra, ritstjórum Sögu
og öðrum starfsmönnum þakkir fyrir góða samvinnu á liðnu stjórnartímabili.
Um leið óska ég þess, að Sögufélag megi eflast sem mest á komandi tíð.“
Reikuingar. Gjaldkeri, Heimir Þorleifsson, gerði grein fyrir reikningum Sögu-
félags fyrir árið 1984, sem lágu fyrir fjölritaðir á fundinum og undirritaðir voru
af endurskoðendum félagsins.
Orðið var gefið laust um skýrslu og reikninga. Jón Ingimarsson kvaddi sér
hljóðs og spurðist fyrir um endurprentun fyrri árganga Sögu, sem uppseldir
eru. Forseti svaraði og sagði, að stefnt væri að því að ljósprenta jafnóðum þá
árg^nga, sem væru þrotnir, svo að Saga gæti ávallt verið til í heild. Þegar væri
búið að ljósprenta árganginn 1964 og unnið væri að endurprentun fleiri ár-
ganga.
Reikningar félagsins voru samþykktir samhljóða.
Kosningar. Skv. 3. gr. félagslaga fór fram kosning tveggja manna í aðalstjórn
til tveggja ára. Tveir aðalstjórnarmenn, Einar Laxness og Heimir Þorleifsson,
sem kjörnir voru á aðalfundi 1983, skyldu ganga úr stjórn á aðalfundi 1985.
Voru þeir endurkjörnir til tveggja ára. Aðrir aðalstjórnarmenn, kosnir 1984 og
sitja til aðalfundar 1986, eru Anna Agnarsdóttir, Ólafur Egilsson og Sigríður
Th. Erlendsdóttir. f varastjórn til eins árs voru endurkjörnir GuðmundurJóns-
son og Halldór Ólafsson. Loks voru endurkjörnir endurskoðendur reikninga
til eins árs, Ólafur Ragnarsson og Sveinbjörn Rafnsson og til vara Hörður
Ágústsson.
Fyrirlestur. Að loknum aðalfundarstörfum flutti dr. Gunnar Karlsson prófessor
erindi, sem hann nefndi Staða kvenna á þjóðveldisöld. Nokkrir fundarmenn
kvöddu sér hljóðs að erindi loknu og báru fram fyrirspurnir eða gerðu athuga-
semdir: Inga Huld Hákonardóttir, Gísli Gunnarsson, Þórunn Magnúsdóttir,
Helgi Þorláksson og Sveinbjörn Rafnsson. Fyrirlesari svaraði síðan.