Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.11.2011, Qupperneq 12

Skinfaxi - 01.11.2011, Qupperneq 12
12 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Jón Pálsson: Hreyfingin er að gera mikilvæga hluti fyrir samfélagið „Aðkoma mín að íþrótta- og félagsmálum er að ég var um fjögurra ára skeið formaður Aftureldingar í Mosfellsbæ, þar áður í knatt- spyrnudeild og í foreldra- og barnaráði. Það er óhætt að segja að ég hef verið við- loðandi Aftureldingu meira eða minna frá því að ég flutti í Mosfellsbæ sem var fyrir tíu árum. Hjá Val kom ég einnig að málum þegar ég átti barn sem þar æfði og enn- fremur sat ég í stjórn hjá Skallagrími í Borg- arnesi þegar ég var þar en það eru orðin tuttugu ár síðan,“ sagði Jón Pálsson, gjald- keri UMFÍ, en hann situr einnig í fram- kvæmdastjórn UMFÍ. Jón sagði það spennandi að vera kom- inn í stjórn UMFÍ en hann hefði alltaf haft mjög mikinn áhuga á umgjörðinni þótt grasrótarstarfið væri mikilvægt í deild- unum og í foreldrastarfi. „Ég sóttist m.a. eftir því að fá að taka að uppeldi barnanna okkar. Ég vil að við fáum athygli og viðurkenningu á því sem við erum að gera í takt við umfangið. Það er vandfundið jafnódýrt samfélagslegt uppbyggingarverkefni en að sjálfsögðu er fjöldinn allur af öðrum sjálfboðaliða- hreyfingum en íþróttafélögum, eins og SÍBS, krabbameinsfélög, skátar og KFUM og K svo eitthvað sé nefnt. Öll þessi hreyf- ing á svo sannarlega skilið alla athygli og stuðning okkar skattgreiðenda. Ég lít ann- ars björtum augum fram á veginn og UMFÍ á eftir að leika stórt hlutverk næstu 100 árin, ekkert síður en síðustu 100 árin, í þróun samfélagsins. Ég hef áhuga á því að taka þátt í móta þá stefnu,“ sagði Jón Pálsson í spjalli við Skinfaxa. þátt í að móta stefnu fyrir mitt íþrótta- félag í Mosfellsbæ og vinna að því í sam- skiptum við sveitarfélög og ríki. Það er mjög áhugavert að fá tækifæri til að starfa með landshreyfingunni en hún vinnur að mjög spennandi viðfangsefnum sem mér finnast vera fram undan. Mér finnst hreyfingin að mörgu leyti vera alltof kurteis við stjórnvöld því við erum að gera gríðarlega mikilvæga hluti fyrir samfélag- ið og fáum að mínu mati ekki nægilega viðurkenningu fyrir það. Við fáum hrós og klapp á bakið á tyllidögum frá stjórnvöld- um og ráðamönnum en þá er það orðið sjálfgefið í samfélaginu að þetta eru sjálf- boðaliðasamtök og menn vinna þetta án þess að taka fyrir það gjald. Út úr þessu hefur komið gríðarlega öflug starfsemi sem hefur verið að þróast í yfir 100 ár sem skiptir samfélagið miklu máli og kemur m.a. KAUPFÉLAG SKAGFIRÐINGA Frá stjórnarfundi UMFÍ. Frá vinstri: Matthildur Ásmund- ardóttir, Bolli Gunn- arsson, Haukur Valtýsson, Anna María Einarsdóttir og Jón Pálsson.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.