Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.2011, Page 23

Skinfaxi - 01.11.2011, Page 23
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 23 Framtíðin er björt – Hvernig sérð þú Íslending fyrir þér á næstu árum? „Ég sé starfsemina fyrir mér með svip- uðu sniði og hún er nú. Það getur vel ver- ið að við færum út kvíarnar og þá í formi almenningsíþrótta og skógræktar. Þetta eru svona mínar hugmyndir sem eru ekki komnar lengra. Félagið fór að vísu í upp- hafi af stað með ákveðinn skógræktar- áhuga og fékk reit til umráða til plöntunar. Hann var síðan gefinn eftir þegar reist var virkjun þar fyrir ofan en þá fór af stað upp- bygging við sundlaugina. Það er grund- völlur hjá okkur fyrir að gera meira því að byggðin er þétt í kringum Hvanneyri en dregið hefur úr henni í sveitunum. Starf- ið almennt hefur gengið upp og ofan síð- ustu 10–20 ár en leikstarfið hefur gengið ákaflega vel og leikrit verið sett upp á tveggja ára fresti. Stefnan hjá okkur er að færa starfið meira inn á veturinn í sam- starfi við grunnskólann hér og á sl. vori buðum við upp á handboltaæfingar til prufu. Þar nutum við kunnáttu nemanda við Landbúnaðarháskólann. Margt fólk kemur til náms við skólann og við reynum oft að njóta þess ef hæfileikaríkir nem- endur geta hjálpað okkur við að leiðbeina á ýmsum sviðum. Við erum líka í nánu samstarfi við UMSB. Hvað nánustu framtíð áhrærir sé ég hana bara bjarta,“ sagði Helgi Björn. Helga Guðrún Guð- jónsdóttir, formaður UMFÍ, og Stefán Skafti Steinólfsson, stjórnarmaður í UMFÍ, veittu Bjarna Guðmundssyni og Helga Birni Ólafs- syni starfsmerki UMFÍ á afmælis- hátíð Ungmenna- félagsins Íslendings sem haldin var á Hvanneyri. Frá Jónsmessuhátíð félagsins á Mannamótsflöt 2009. Félagar sem settu upp leikritið Taktu lagið Lóa. Sveit Ungmennafélagsins Íslendings sem tók þátt í Landshlaupi FRÍ 1991. Danshópurinn Sporið sýndi á 100 ára afmælishátíð Leikfimihússins á Hvanneyri 25. sept- ember 2011, á hátíð sem Landbúnaðar- háskólinn á Hvann- eyri og Ungmenna- félagið Íslendingur efndu til.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.