Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.2011, Page 25

Skinfaxi - 01.11.2011, Page 25
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 25 Rannveig Oddsdóttir, hlaupari í Ung- mennafélagi Akur- eyrar, hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir vasklega fram- göngu í hlaupum síðustu ár. Rannveig hefur verið dugleg að taka þátt í vetrar- hlaupum UFA og staðið sig vel þar. Rann- veig hefur ennfremur tekið þátt í Reykja- víkurmaraþoninu síðan 1997 og aðeins misst úr örfá hlaup, vegna barneigna, eins og hún kemst sjálf að orði, en Rannveig er 37 ára gömul. Hún er kennari að mennt en leggur núna stund á doktorsnám í menntavísindum við Háskóla Íslands. Komst á bragðið og hef eiginlega hlaupið síðan „Það eru um 14 ár síðan að ég fór að hlaupa fyrir alvöru. Í byrjun var ég ég í erobikk en þegar ég flutti suður haustið 1997 datt ég inn í hlaupahóp sem hljóp saman tvisvar í viku. Á þessum tíma hljóp ég 10 km í miðnæturhlaupi í Laugardaln- um og náði þar ágætum árangri. Í fram- haldinu hljóp ég hálft maraþon í Reykja- víkurmaraþoninu og þar með varð ekki aftur snúið. Ég komst á bragðið og hef eiginlega hlaupið stanslaust síðan,“ sagði Rannveig en þess má geta að fullt maraþon hljóp hún á 2,57 klst. árið 2010 og í hlaupinu í sumar hljóp hún hálft maraþon á sínum besta tíma. Hlaupin eru fyrir mér í dag eins konar lífsfylling „Ég var ekki mikið í íþróttum sem ungl- ingur. Tók aðeins þátt í frjálsum íþróttum úti í sveit eitt sumar og æfði sund í stuttan tíma. Það er svo ekki fyrr en ég er orðin 24 ára gömul sem ég fer að hlaupa fyrir alvöru. Það má segja að hlaupin séu fyrir mér í dag eins konar lífsfylling og partur af lífi mínu. Ég held að ég geti sagt að ég hlaupi um 60 km á viku og svo er ég inn á milli að synda og lyfta aðeins. Ég hef alltaf átt mér þann draum að taka þátt í einu af stóru maraþonunum á erlendum vettvangi og sá draumur er að rætast því að ég hef skráð mig í Berlínarmaraþonið á næsta ári,“ sagði Rannveig Oddsdóttir, hlaupari í Ungmennafélagi Akureyrar, í samtali við Skinfaxa. Rannveig Oddsdóttir, hlaupari hjá Ungmennafélagi Akureyrar: Hleypur 60 km á viku og hefur skráð sig í Berlínarmaraþonið

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.