Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.2011, Page 38

Skinfaxi - 01.11.2011, Page 38
38 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Úr hreyfingunni Í haust, þegar skólaár hófst, fór Héraðs- samband Vestfirðinga, í samstarfi við aðildarfélög, af stað með íþróttaskóla HSV fyrir börn í 1.-4. bekk grunnskóla Ísafjarðar- bæjar. Íþróttaskóli HSV leggur áherslu á grunn- þjálfun barna ásamt því að þau fái þjálfun í flestum þeim íþróttagreinum sem í boði eru á eldri stigum aðildarfélaga HSV. Yfir- þjálfari sér um skipulagningu ásamt því að sjá um grunnþjálfun. Hann mun einnig skipuleggja og þjálfa aðrar greinar í sam- starfi við aðildarfélög HSV. HSV og aðildarfélög hafa unnið að þessu verkefni í langan tíma og hefur sú vinna nú borið árangur. Ísafjarðarbær styður verk- efnið og var stofnun skólans ein af grunn- stoðum í nýjum samningi Ísafjarðarbæjar og HSV sem undirritaður var síðastliðinn vetur. Markmið skólans eru: • Að fá sem allra flest börn til að iðka íþróttir. • Að fyrstu kynni barna af íþróttaiðkun séu jákvæð. • Að börn fái að kynnast sem flestum íþróttagreinum. • Að auka gæði þjálfunar. • Að lækka kostnað heimila við íþróttaiðkun barna. • Að auka grunnþjálfunarhluta æfinga, almenna hreyfingu, hreyfiþroska og hreyfigetu. „Skólinn lofar mjög góðu og aðsóknin í hann hefur verið mjög góð. Í boltaskólan- um erum við með handbolta, körfubolta, fótbolta og blak. Svo erum við með sund og í inni-grunnþjálfun eru kenndir leikir almennt, þrautir, fimleikar og frjálsar íþróttir. Eftir áramótin fórum við af stað með alpagreinar og skíðaíþróttir. Það ríkir almenn ánægja með starfsemina,“ sagði Kristján Þór Kristjánsson, framkvæmda- stjóri Héraðssambands Vestfirðinga. Sagnagarður Landgræðslunnar Saga landgræðslu í máli og myndum. Fróðleg og lifandi fræðsla um gróðursögu, landeyðingu og endurheimt landgæða á Íslandi. Upplýsingar um opnunartíma í síma 488-3000 og á land.is Landgræðsla ríkisins Velkomin á Selfoss Verslunarmannahelgina 3.–5. ágúst 2012 Áhersla á grunnþjálfun barna í íþróttaskóla HSV

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.