Organistablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 4

Organistablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 4
París - Kaprí - Róm Organistaferð 1991. Þegar dró að organistaferðinni í júní 1990 þá skipaði ritnefnd Organistablaðisins Jón Þ. Björnsson organista í Borgarnesi, fréttaritara sinn í þeirri ferð. Og birtist fyrri hluti pistils hans hér, en sá síðari í næsta blaði. Inngangur í organistafcrðinni 1991 tóku þátt rúmlcga 30 organistar víðs vegar að af landinu, makar margra þeirra, söngfclagar úr kirkjukórum, nokkrir prestar, alls 68 manns. Haukur Guðlaugsson söngmálastjóri og samstarfsfólk hans hafði veg og vanda af undirbúningi og skipulagningu feröarinnar og var mjög vandað til þcss vcrks. Haukur var cinnig fararstjóri og naut í því starfi ágætrar samvinnu konu sinnar, Grímhildar Bragadóttur. f nesti fengu ferðalangar bækur tvær. Önnur cr græn og hefur að geyma ítarlega dagskrá og margskonar fróðleik um það merkasta sem fyrir augu bar. „Bláa bókin" er safn sönglaga af ýmsu tagi og var býsna oft til hcnnar gripið. Haldið var utan þann 6. júní og lent á Orly flugvclli við París á 10. tímanum um kvöldið. Lciðsögumaður hópsins í Frakklandi var Laufey Hclgadóttir en á ítalíu Halldóra Friðjónsdóttir. París - Rúðuborg. 7. júní. Parísardvöl hófst mcð heimsókn í Pére -Lachaise kirkjugarðinn en þar hvílir margt stórmenni. Við héldum rakleiðis að grafrcit Chopins og þar fór fram stutt og látlaus athöfn. Hópurinn söng fyrst vcrs Hallgríms Péturssonar: „Vertu, Guð faðir, faðir minn" með lagi Þórarins Guömundssonar. Lcsið var úr ágætum skrifum Árna Kristjánssonar píanólcikara um tónskáldið og lögð á stall cin rós scm kveðja frá honum. en blómvöndur frá hópnum. Síðan var sungin hin alþckkta prelúdia Chopins í c -moll, op. 28 nr. 20. Tcxtinn er eftir Jón Óskar „Grösin falla, blómin blikna" í raddsctningu Sigurbjargar Helgadóttur. Loks lék Reynir Jónasson sömu prclúdiu á harmoniku. Að kvöldi þcss dags var hlýtt á konscrtuppfærslu óperunnar Samson og Dalila" eft- ir Saint - Sains í Chatellct Thcatre Musical de Pari og þótti flutningurinn kraftmikill og áhrifaríkur. Vcrður sú stund mörgum minnisstæð. 8. júní. Ekið norður eftir Frakklandi í fegursta veðri og hcimsótt höfuðborg Normandí, Rúðuborg en þar hafa gert garðinn frægan þau Göngu-Hrólfur og Jóh- anna af Örk. Til stóð að hcyra Louis Thiry lcika á orgel „La chapellc du Centre Hospitalier Univcrsitaire Charles Nicolle" en það cr frá 1817. Við vorum svo sein fyrir að Thiry gafst upp á að bíða okkar þarna en tók þess í stað á móti okkur í stærstu kirkju borgarinnar sem cr klausturkirkja, byggð af rcglu heilags Benedikts á 13. - 16. öld. í kirkjunni er 62ja radda Cavaillc - Coll orgel frá 1890. Ætlunin var að kynna það rækilega og sýna þátttakendum. Louis Thiry og Susan Landale léku stund- arkorn á orgelið en því miður var ekki um eiginlega kynningu að ræða. Petta var f'yrsta kirkjan sem við skoðuðum og ckki laust víð að undirrituðum ægðí stærð hennar og þætti hún næsta drungalcg og hráslagalcg. En það lcyndi sér ekki að orgelið er hljómfagurt og hljómburöur kirkjunnar góður. En svona hús þurfa að vera full af folki til að njóta sín. Þá var haldið til baka og komið við í Giverny þar sem bjó 4 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.