Organistablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 10

Organistablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 10
flutt inn í kirkjuna 24. júlí. Eimskipafélag íslands h.f. flutti hljóðfærið til landsins og gáfu þeir flutninginn frá Hamborg til Akureyrar. Uppsctning hljóðfærisins hófst síð- an 28. júlí er tveir orgelsmiðir frá Stcnmeyer-orgelsmiðjunni komu til Akureyrar. Þeim til aðstoðar voru Gestur Ólafsson kennari og Jakob Tryggvason organisti. Jafnframt uppsetningu orgelsins voru gcrðar ýmsar breytingar og viðgcrðir á kirkj- unni. Seint í ágúst stóð hið nýja orgel kirkjunnar tilbúið og hefur það 46 raddir, þar af eina rödd í pedal sem fengin er að láni úr fyrsta hljómborði, en hljómborðin eru alls þrjú. I. = Hauptwcrk mcð 12 röddum, II = Positiv mcð 8 röddum og trcmulant, III borð = Schwellwcrk með 15 röddum og trcmulanti og fótspili með 11 röddum. Orgcl Akureyrarkirkju cr og hefur verið frá því að það kom í kirkjuna stærsta org- el landsins. Sunnudaginn 26. nóvember 1961 var svo orgelið vígt sem „Instrumentum Akur- eyrarkirkju" við guðsþjónustu í kirkjunni. Kirkjugcstir voru eins margir og komust fyrir í kirkjunni. Organisti kirkjunnar, Jakob Tryggvason lck á orgclið við athöfnina, kirkjukórinn söng, einsöngvari var Kristinn Þorsteinsson. Séra Pétur Sigurgeirsson framkvæmdi vígslu orgclsins og um leið þeirra endurbóta kirkjuhúss og búnaðar, sem unnið hafði verið að um sumarið. Scra Birgir Snæbjörnsson þjónaði fyrir altari fyrir prcdikun og scra Sigurður Stefánsson vígslubiskup predikaði. Eiginlcgir vígslutónlcikar orgelsins voru ekki haldnir fyrr en á útmánuðum 1962. í prófastsvísitasíu 1. júlí 1962 segir svo. „Dr. Páll ísólfsson dómorganisti í Rcykjavík flutti hina ciginlegu vígsluhljómleika á pípuorgclið þann 10. apríl sl. við mikla hrifningu þcss mannfjölda, er kirkjan rúm- aði. Við það tækifæri flutti dr. Páll ávarp og rómaði mjög hið vandaða og fullkomna hljóðfæri, sem hann taldi í röð þeirra bestu, er hann hefði á lcikið. Á þessum hljóm- lcikum sungu þeir Jóhann Konráðsson og Sverrir Pálsson cinsöng við undirlcik dr. Páls. - Sr. Pctur Sigurgcirsson íívarpaði dr. Pál ísólfsson og þakkaði honum innilega fyrir komuna og hljómlcikana. - Enn frcmur flutti dr. Páll tvenna skólahljómleika." Tvcnnir aðrir orgcltónlcikar vorn haldnir í kirkjunni þetta vor. Prófessor Martin Giinter Förstemann frá Hamborg, lék tónleika 22. og 24. apríl og Ragnar Björnsson 13. júní. (Því miður fylgir ekki hér með efnisskrá tónlcikanna og er það miður - innsk. ritnefndar). (Úrdráttur gerður af JÓS úr greinargerö sem blaðinu barst frá sóknarnefnd Akur- eyrarkirkju). Það þykir vel við hæfi að heiðra Jakob Tryggvason fyrrverandi organista Akureyr- arkirkju á 30 ára vígsluafmæli orgclsins. Það cr fyrst og fremst honum að þakka, ásamt áhugafólki og þcim cr störfuðu í orgclnefndinni á sínum tíma, að kirkjan á eitt stærsta og glæsilegasta pípuorgel á landinu. Slíkt hljóðfæri gjörbreytir möguleikum kirkjunnar sem tónleikahúss og hefur stuðlað að því að til Akureyrar hafa komið orgelsnillingar og má þar nefna fólk eins og t.d. Martin Giinter Förstemann. Fern- ando Germani, Almut RöBlcr, Louis Thiry, Susan Landale, auk þcirra hafa margir fremstu orgclleikarar okkar íslendinga haldið hcr tónlcika. Tónlcikahald er nú ríkur þáttur í starfi kirkjunnar og má þar nefna m.a. rcglulega tónleika í júlí og ágúst í samstarfi við „Sumartónleika á Norðausturlandi", auk þcss sem orgeltónleikar á aðvcntu eru orðnir árviss viðburður. Einnig eru nú uppi hugmyndir um að hafa cinu sinni á ári sérstaka orgelhátíð þar sem fengnir yrðu orgcllcikarar innlendir og erlcndir, til aö dvelja á Akureyri viö tón- lcika- og námskciðshald. 10 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.