Organistablaðið - 01.12.1991, Side 20

Organistablaðið - 01.12.1991, Side 20
Námskeið Orgelnámskeið í Selfosskirkju „Norður-Þýsk barokkmfisík“. Dagana 30. júlí til 1. ágúst 1991 var lialdið við orgel Selfosskirkju. Leiðbeinandi var prófessor Rosc Kirn frá Hamborg og túlkur Sniári Ólason. Nám- skeiðið var haldið á vegum organistanna í Skálholti og Selfossi ásamt F.Í.O. og Söng- málastjóra. 15 organistar og nemar sóttu nántskeiðið þar af tveir þjóðverjar. Námskeiðinu lauk með tónleikum þar sem sex organistar léku verk þriggja höfu- nda. Efnisskrá þeirra vur: Friðrik V. Stcfánsson lék Prelúdíu og l'iígu í fís-moll eftir D. Buxtehude. Jakob Hallgrímsson lék Prcliídíu og fúgu í C-dúr eftir D. Buxdehudc. Reynir Jónasson lék Prelúdíu og fúgu í C-dúr eftir Georg Böhm. Svavar Sigurðsson lék tvo sálmforleiki: Meine Seele erhcbt den Herren BWV 648 og Liebster Jesu wir sind hier úr Orgelbúchlein eftir J.S. Bach. Daníel Jónasson lék Tokkötu og fúgu í d- moll (doríska) eftir J.S. Bach. og Hilmar Örn Agnarsson lék Fantasíu og fúgu í g- moll eftir J.S. Bach. (Glúmur Gylfason, organisti Sclfosskirkju) Orgelnámskeið í Háteigskirkju: „Wolfgang Amadcus Mozart og orgclstíll lians tíma.“ Dagana 5. til 7. scptember 1991 var haldið orgelnámskeið í Háteigskirkju. Ætlunin var, í tilefni Mozartsárs, að kynna orgeltónlist Mozarts, en einnig orgel- tónlist samtímamanna hans, sem er yfirleitt litið þekkt. Námskeiðið var skipulagt í samvinnu við söngmálastjóra, Félag íslenskra Organ- leikara og Tónlistarráð Háteigskirkju. Fyrirlesarar og organleikarar voru þau Dr. Karen De Pastel frá tónlistarháskólan- um í Vínarborg og Dr. Orthulf Prunner organisti Háteigskirkju í Rcykjavík. Orgelnámskeiðið var að mörgu leyti frábrugðið orgelnámskeiðum, sem hafa verið haldin hérlcndis, ckki síst hvað varðar efni og uppbyggingu. Rétt er að taka fram, að þctta var eina námskeiðið sinnar tegundar hérlendis, sem gerði orgelverkum Mozarts skil í tilefni tvöhundraðasta dánarárs hans. Þátttakendur voru tíu frá Islandi og Austurríki og mynduðu þeir skemmtilegan og áhugusaman hóp, scm naut tónlistar, leiðbeininga og fróðleiks þessa þrjá daga. Tvennir orgeltónleikar voru haldnir í Háteigskirkju í sambandi við námskeiðið. Föstudaginn 6. septcmber kl. 20.30 lék Dr. Orthulf Prunner verk eftir Johann Nepomuk Hummel (1778-1837), W.A. Mozart (1756-1791), Simon Sechter (1788- 1867) og Johann Albrechtsberger (1736-1809). Laugardaginn 7. september kl. 20.30 lék Dr. Karen De Pastel verk eftir W.A. Mozart (1756-1791) og samtímamenn hans í fimm löndum. Frá Ítalíu: Giambattista Martini (1706-1784) og Baldassare Galuppi (1706-1785). Frá Bæheimi: Fratisék Zaver Brixi (1732-1771) og Jan Krtitel Kuchar (1751-1829). Frá Englandi: John Keeble (1711-1786) og John Stanlcy (1713-1786). Frá Þýskalandi: Johann Ludwig Krcbs (1713-1780) og Carl Philipp Emanuel Bach (1714-1788). Frá Austurríki: J. Georg Albrechtsberger (1736-1809), Leopold Mozart (1719-1787) og Joscph Haydn (1732-1809). (Dr. Orthulf Prunner, organisti Háteigskirkju) 20 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.